Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 83
81
annara og kennslan veríSur þvi fullkomnari. Háskólinn þarf því u'ð
koma sér upp síðar eðlisfræðitilraunastofu og teiknistofu. Nú cr
svo ástatt, að húsæðni efnafræðitilraunastofunnar er orðið ófutl-
nægjandi og i ráði er að koma upp tilraunastofum fyrir atvinnu-
vegina í sambandi við háskólann, og sömuleiðis er í ráði að reisa
háskólabyggingu áður en langt um líður. Má gera ráð fyrir, að i
þessum byggingarráðagerðum verði efnafræðitilraunastofunni fyrir-
hugað viðunandi húsnæði vegna læknadeildarinnar. Ef þá er jafnframt
séð fyrir húsnæði handa tilraunum í eðlisfræði og teiknikennslu, er
auðvelt og kostnaðarlítið að búa svo um að því er húsnæði snertir,
að veita megi hér fullkomna kennslu til fyrri hluta verkfræðináms.
Hér að framan hefir þá verið sýnt fram á:
1. Að hér sé völ á kennurum til þess að veita stúdentum full-
komna kennslu til fyrri hluta verkfræðináms, eins og það er í
Þýzkalandi, Norðurlöndum og víðar.
2. Að koma megi fyrir verklegu kennslunni, tilraunum og teiku-
ingu þegar í stað, svo viðunandi vérði.
3. Að auðvelt sé að koma kennslunni i viðunandi horf í sam-
bandi við fyrirhugaðar byggingar.
Stúdentafjöldinn, sem verkfræðinám stundar, er í Árbók Hag-
stofunnar talinn að vera 16 veturinn 1929—1930. Er þessi tala
stöðugt vaxandi sem stendur. Eru flestir þessara stúdenta í Þýzka-
landi og Danmörku, og á þá við um langflesta þeirra sú námstil-
högun, sem hér er lýst að framan. Auk þess eru taldir 6 stúdentar
í stærðfræði og eðlisfræði og 4 í náttúrufræði, og má segja um
þá, að hið almenna undirbúningsnám þeirra fylgi að töluverðu
leyti þvi, sem hér að framan er talið um verkfræðinám, og verður
þvi ekki hægt að taka verkfræðinámið alveg út af fyrir sig án til-
lits til hinna. Ef allir þessir stúdentar, sem hér voru taldir, inn-
ritast við háskólann hér, hver í sinni grein, mundu verða um 6
saman á ári í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, og í tilraunun-
um gætu verið 2 árgangar saman annaðhvort ár, eða 12 í flokki.
Væru verkfræðinemarnir teknir sér, eru þeir 4 saman i munnlegu
og teikningu, en 8 saman í tilraununum. Er þá þessi deild orðin
það stór, að það er full ástæða til þess, að háskólinn taki að sér þessa
kennslu, einkum þar sem fyrirsjáanlegt er, að verkfræðinámið hér
hjá okkur er aðeins í byrjun. Stúdentar i verkfræði eru hér hlut-
fallslega langtum færri, miðað við lækna- og lagastúdenta, en orð-
ið er í öðrum löndum.
Hagurinn fyrir stúdentana ætti einnig að vera mikill, einkum ef
háskólinn hefði sérstakan leiðbeinanda, er sérstaklega hefði það
verkefni að leiðbeina stúdentum um efnisval og námstilhögun hvar