Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 13
11
að, ekkert sem vekur þá tilfinning stúdentanna, að þeir sé
borgarar í ákveðinni stofnun, með þvi að draga þá hvern að
öðrum og frá öllu öðru.
Menn geta vafalaust lært mikið og liaft mikið gagn af
háskólavistinni, þó að svona sé ástatt um liúsnæði háskólans.
En ef það gerir ekkert til, livers vegna í ósköpunum keppast
menn þá við að gera háskólahús sín sem bezt úr garði og
hafa þar allt sem vistlegast innan liúss og utan?
Hér liggur, að minni hyggju, annað aðalmein háskólans.
Eg hef ekki trú á reglugerðarbreytingum, skipting prófa og
upptekt nýrra kennsluaðferða til þess að bæta þetta upp. Auð-
vitað er sjálfsagt að fylgjast vel með í öllu þess háttar og
halda þvi sem gott er. En þegar eitthvað verulegt er að, hef
eg ekki trú á smáskammtalækningum og nuddi. Það þarf að
gripa djarflega á meininu sjálfu, og það er liúsnæðismálið.
Það á ekki að prédika móral fyrir banhungruðum manni,
lieldur gefa bonum að eta. Það á ekki að prédika reg'lu-
gerðarbreytingar og annað þess báttar f\TÍr liúsnæðislausum
haskóla, heldur gefa honum þak yfir höfuðið. Það er grund-
vollur allra þeirra vinnuvísinda, sem ég þekki, að búa vel í
hendurnar á sér. Það eru engin vinnuvísindi, já ég vil segja,
það er engin hemja, hvernig búið er í hendurnar á þeim ís-
lenzkum námsmönnum, sem verja dýrmætasta parti æfi sinn-
ar í það, að gera sig hæfa fyrir starf í þjónustu þess opinbera.
Mér þykir því sérstaklega vænt um að geta skýrt frá því,
að hreyfing virðist vera að lcomast á þetta mál. Að vísu ákaf-
lega lítil hreyfing og helzt til liátt fyrir ofan jörðina fram að
þessu, en þó breyí'ing, þó lífsvottur. Háskólaráðið lireyfði mál-
inu haustið 1928, og núverandi kennslumálaráðherra hef-
ir lieyrt þetta kvak og sett málið á stað. Hann ritar háskóla-
ráðinu bréf, dags. 8. jan. 1929. Telur hann tíma til þess
kominn, að fara að liefja undirbúning. Háskólaráðið lét ekki
segja sér það tvisvar. Það sneri sér til bæjarstjórnar um lóð
undir væntanlegt háskólahús og til deildanna um tillögur.
Frá bæjarstjórn kom ekkert svar. En 7. marz bókar fast-
eignanefnd bæjarins: „Nefndin telur rétt, að Háskólanum sé