Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 85
83
Það, sem hér þarf að gera, er þvf að fá víðurkenningu þeirra
háskóla, sem við óskum eða þurfum, fyrir þvi, að þeir taki fyrri
hluta prófið okkar i verkfræði fullgilt. Til þess að fá viðurkenn-
inguna þarf ekki annað en að sannfæra þessa háskóla um, að til
þessa prófs sé heimtaður sami tími og gerðar að minnsta kosti eins
miklar kröfur til námsins eins og þeir gera sjálfir. Er þá í því sam-
bandi ekki aðeins um kröfur til prófsins að ræða, heldur og um
ekki lakari tilhögun á kennslunni, sem væntanlega mætti heldur
ekki vera mikið frábrugðin tilhögun þeirra sjálfra.
Verður þá spurningin, hvort unnt sé að koma á líkri kennslu-
tilhögun hér og höfð er við aðra skóla.
Þegar iitið er á námsgreinarnar og stundafjöldann, sem talinn er
hér að framan, er sýnilegt, að stærðfræði, mekanik og deskriptiv
geometria, er samtals útheimta um 10 stundir á viku til jafnaðar i
4 semester, heyra saman. Að kenna þessi fög er það mikið verk,
einkum ef stærðfræði-, eðlisfræði- og náttúrufræðinemendur yrðu
einnig með, að það mætti ætla hæfilegt einum manni með embættis-
prófi i stærðfræði að gefa sig eingöngu við þvi. A þá og að fást
fullur árangur af þeirri kennslu og kostnaður ekki meiri en ef
kennslunni væri skipt niður á fleiri, er hafa hana í hjáverkum.
Hin kennslan er eðlisfræðikennslan í 4 stundir á viku í 4 sem-
ester og efnafræðikennslan i 4 stundir á viku í 2 semester, eða 2
st. á viku til jafnaðar ailan tímann. Efnafræðikennsluna er auðvelt,
eins og áður er sagt, að sameina núverandi efnafræðikennslu lækna-
deildarinnar án tilfinnanlegs aukakostnaðar. Mætti tengja þessa
kennslu að nafninu til betur við háskólann með því að búa til
kennarastól í efnafræði, og væri forstöðumaður efnarannsóknastofu
ríkisins fyrst um sinn kennari, eins og verið hefir, og hefði föst
laun, greidd hlutfallslega úr hvorum staðnum. Sömu tilhögun mætti
hafa á eðlisfræðikennslunni.
Teiknikennsluna mætti ieggja undir stærðfræðikennarann, og hefði
hann aðstoðarmann til að hafa daglega umsjón með henni, eins og
tíðkast við erlendu skólana.
Jarðfræðin yrði kennd sem aukafag og lögð undir eðlisfræði-
kennarann, nema séstakur kennarstóll yrði í náttúrufræði.
Kostnaðurinn við að hafa fastakennara við háskólann ætti ekki að
vera meiri en ef öll kennslan yrði greidd í tímakaupi. Þótt kennar-
arnir hafi önnur föst störf með höndum, rýrir það ekki kennsluna.
Er þetta fyrirkomulag algengt erlendis í ýmsum sérgreinum.
Með því að hafa þannig fastakennara í stærðfræði, efnafræði og
eðlisfræði og gera að minnsta kosti eins strangar kröfur til náms-
ins og prófsins eins og erlendir skólar gera, er ekki sjáanleg nein