Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 62
60
manni hans, þar sem því tókst að fá Pétur Sigurðsson háskóla-
ritara til þessa starfs. Hygg ég að þar með sé Upplýsingaskrifstof-
unni horgið um ófyrirsjáanlegan tíma, og að hún undir forsjá
hans eigi eftir að gera mikið gagn. Skrifstofan hefir átt við ýmsa
örðugleika að striða, sérstaklega hvað húsnæði snertir, en Stú-
dentaráðinu hefir tekizt að ráða hug á þeim, og má þar sérstaklega
þakka Háskólaráðinu fyrir mikla og góða aðstoð. Hefir það veitt
leyfi sitt til þess að geyma bókasafn skrifstofunnar í lesstofu Há-
skólans. Urðu hinar frönsku bækur Lesstofu stúdenta að rýma og
fékk Landsbókasafnið þær að gjöf. — Ég held ekki, að menn þurfi
að sjá eftir þeirri gjöf, því bæði voru bækur þessar litið lesnar,
og svo geta menn gengið að þeim á Landsbókasafninu, hvenær sem
þeir vilja. Nokkrar bækur trúarlegs eðlis fékk guðfræðideildin. I'.r
nú safn Upplýsingaskrifstofunnar komið í bezta lag, og geta menn
þvi leitað ótrauðir til forstöðumanns hennar, til þess að fá upp-
lýsingar um nám við erlenda háskóla o. s. frv.
Fjárhagur Upplýsingaskrifstofunnar var orðinn mjög þröngur,
svo að jafnvel kom til mála að leggja liana niður af þeirri ástæðu.
Stúdentaráðið leitaði þá til Háskólaráðs og fékk hjá þvi 500 króna
styrk. En fjármálum stofunnar var ekki komið í lag, þótt þessi
styrkur fengist. Rikisstjórnin hafði fellt niður styrk þann er
Upplýsingaskrifstofan hefir fengið á fjárlögum tveggja undanfar-
andi ára, svo að ekki var gott í efni. Stúdentaráðið leitaði til þings-
ins í sumar um samskonar styrk og áður, og fór sú málaleitan
þánnig, að þingið veitti 1200 krónur. Með þessu er þá fjárhag Upp-
lýsingaskrifstofunnar vel borgið. Um störf Upplýsingaskrifsofunn-
ar þarf ekkí að rita langt mál. Þau hafa verið hin sömu og undan-
farin ár: — Skrifstofan hefir eignazt allgott handhókasafn og mun
kosta kapps um að gera það sem fullkomnast, nú þegar fé er fyrir
hendi til bókakaupa.
Stúdentagarður.
Sjö manna nefnd stjórnar málefnum Stúdentagarðsins, og sitja
nú í henni þessir menn: Björn Þórðarson lögmaður, Gunnlaugur
Einarsson, læknir, Pálmi Hannesson rektor, Pétur Jakobsson stud.
med., Pétur Sigurðsson háskólaritari, Ragnar Jónsson stud. jur. og
Tómas Jónsson, cand. jur. Formaður er Pétur Sigurðsson og gjald-
keri Tómas Jónsson.
í málefnum Stúdentagarðsins hefir fátt skeð þetta starfstímabil,
því eins og málinu horfir nú við er litið hægt að gera. Flestir eru
orðnir fráhverfir því, að reisa Stúdentagarðinn i Skólavörðuholtinu;
má óefað telja það rétta stefnu, að hugsa ekki frekar um þann stað.