Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 64

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 64
62 Merkast af þeim má hiklaust telja samning þann, sem Stúdenta- ráðiS gerði við Leikfélag Reykjavíkur, um afslátt á aðgöngumiðum að leiksýningum þess til handa Háskólastúdentum. — Er hann þann- ig að stúdentar hafa aðgang að ötlum sýningum Leikfélags Reykja- víkur með ca. 33% afslætti frá venjulegu verði. Lækkun þessi gildir, eins og gefur að skilja, einungis fyrir Háskólastúdenta sjálfa, en ekki fyrir gesti þeirra. Til þess að koma i veg fyrir misnotkun, verða stúdentar að sýna skilriki fyrir þvi, að þeir séu Háskólaborgarar, og gefur Háskólaritari þau út. Sumum kann að finnast sem stúdenl- um sé lítill fengur í þessum ívilnunum. Svo held ég ekki. Að vísu kann það að vera rétt, sem sumir halda, að þetta verði lítið notað, en það stafar einvörðungu af því að menn kæra sig ekki um þessa grein listarinnar. En hitt er þó aðalatriðið, að hér er fenginn grund- völlur undir annað meira, þvi ef reynslan sýnir, að þetta fyrirkomu- lag reynist vel og stúdentar meta þessa viðleitni, þá er auðvelt að ganga lengra. Hljóta þá bíóin að koma á eftir, — og er það e. t. v. einna mikilsverðast, því þau eru almennt bezt sóttu skemmtanirnar, svo og aðrar skemmtanir og fræðisamkomur sem haldnar eru hér í bæ. Það ber þvi í rauninni að líta á þennan samning vorn við Leikfélagið sem tilraun, og ef hún gefst vel, þá má telja víst, að eftir nokkur ár verði stúdentar búnir að fá svipaðan afslátt á öll- um samkomum hverju nafni sem nefnast. Stúdentaráðið hefir titið svo á að 1. desember væri illa fallinn til hátíðahalda, eins og að framan getur, aðallega vegna árstímans. Hefir það þvi athugað, hvort ekki væri rétt að breyta til um dag og finna annan heppilegri. I sambandi við það kom svo upp sú hugmynd um liátíðahöld þau, er nefnd hafa verið Háskólahátíð. Eftir að mál þetta allt í heild hafði verið athugað allrækilega, varð niður- staðan sú, að til almennrar hátíðar skyldi stofna 30. júní. Annmark- ar sem á honum eru, eru aðallega þeir, að þá er Háskólinn hættur að starfa. Hins vegar er þetta á bezta tíma ársins, nýir stúdentar útskrifast, eldri stúdentar koma saman til þess að skemmta sér og rifja upp gamlar endurminningar o. s. frv. Eru því ágæt skilyrði til þess að skapa góða stúdentastemmningu, og hefir slikt mikið að segja. Að þessu sinni var ekki hægt að hefja framkvæmdir í málinu, en væntanlega verður það gert á næsta ári. Styrk til stúdentaskipta hafa að þessu sinni fengið þeir Þorsteinn L. Jónsson stud. theol. og Jóhann G. Möller stud. jur. Dvöldu þeir erlendis nokkurn tíma, hinn fyrnefndi í Þýzkalandi, og sá siðar- nefndi í Danmörku. Þá hafa og nokkrir erlendir stúdentar verið hér í stúdentaskiptum. Á þinginu siðastliðinn vetur flutti Haraldur Guðmundsson frv. til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.