Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 11
9 til háskólans, þótt eigi séu þeir starfsmenn hans, þá má óhætt segja, að háskólinn hafi orðið gróðrarstöð nýs menntalífs hjá þjóð vorri, eins og hinn fyrsti rektor hans gerði sér vonir um, og þetta nýja menntalíf hefur auðgað þjóðlíf vort, til heilla fyrir menningu vora og þjóðerni. Björn M. Ólsen ól líka þá von, að háskólanum mætti, er stundir líða, auðnast að leggja sinn litla skerf til heimsmenn- ingarinnar, gæti numið ný lönd í ríki vísindanna. Aðrir há- skólamenn hafa borið sömu von í brjósti og haft orð á henni bæði fyrr og síðar. Árið 1921, er háskólinn var 10 ára, vildi svo til, að eg var rektor hans, og vék ég þá í rektorsræðu minni að þessu efni og sagði m.a.: „Framtiðarmarkið á að vera það, að háskóli vor, nyrzti háskóli heimsins, geti orðið mið- stöð norrænna fræða, þ. e. bæði fræðanna um menningu, bók- menntir og tungu norrænna þjóða og um eðli og náttúru nor- rænna landa.“ Mér var þá Ijóst, að þetta var aðeins framtíðar- hugsjón, og mér var það Ijóst, að það myndi eiga harla langt í land, að hún næði að rætast, og nú, aldarfjórðungi síðar, er þetta mark enn harla fjarri, en þó hefur þokazt nokkuð í áttina til þess. Hinar fomu bókmenntir vorar heyra til heimsbókmennt- unum og hafa alþjóðlegt vísindalegt gildi. Það mun ekki vera ofmælt, þótt sagt sé, að Háskóli Islands sé á góðum vegi að verða miðstöð þeirra fræða, enda viðurkenna margir erlend- ir fræðimenn, að svo sé. Er það árangurinn af starfa kennara háskólans í íslenzkum bókmexmtum og lærisveina þeirra, rit- um þeirra og rannsóknum. Þeir hafa lagt svo veigamikinn skerf til þessara fræða, að enginn getur talizt fullfær í þeim, nema hann kynni sér rit þeirra. Þeir hafa ritað þau á íslenzku og gert það með ráðnum huga, til þess að knýja erlenda fræði- menn í þessari grein til þess að læra íslenzka tungu. Er hér mikil breyting á orðin frá því, sem áður var. Þá var háskól- inn í Kaupmannahöfn miðstöð þessara fræða, og það, sem ísl. fræðimenn lögðu til þeirra, var flest ritað á erlendu máli. Hin- ar fornu bókmenntir vorar eru klassískar bókmenntir, og eng- um er skyldara en oss að gera veg þeirra sem mestan, og að 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.