Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 12
10 því eigum vér að stefna, að þær fái sinn sess við hliðina á hinum klassísku bókmenntum Grikkja og Rómverja. Tungan, sem þær eru skráðar á, er klassískt mál, og þó að því leyti fremri öðrum klassískum málum, að það er lifandi mál enn í dag, og oss er skylt að stuðla eftir mætti að því, að þekk- ing annarra þjóða á timgu vorri aukist. En málið læra menn hvergi betur en hér á landi. Ýmsir erlendir fræðimenn, er norræn fræði stunda, hafa komið hingað til lands, og reynsl- an hefur sýnt það, að við það að læra íslenzku hér og kynn- ast þjóðinni og landinu, eins og það er nú, hafa þeir öðlazt dýpri og réttari skilning á hinni fomu menningu vorri og bók- menntum en hinir, sem aldrei hafa hingað komið. Það er mik- ilsvert fyrir oss að stuðla að því, að sem flestir þessara manna komi hingað, og efast ég um, að önnur landkynning reynist oss heillaríkari en þessi. Þess vegna er það áhugamál háskól- ans að efna til sumamámskeiða fyrir erlenda stúdenta, er stunda norræn fræði. Sóttum vér í vetur til Alþingis um nokkurn styrk í þessu skyni, en fjárveitinganefnd þingsins vildi eigi sinna þeirri beiðni. Vér gerðum þetta mál ekki að kappsmáli þá, enda voru aðrir örðugleikar á því, að nám- skeið yrði haldið á síðastliðnu sumri. En vér höfum hafið þessa fjárbón að nýju, og ég get þess með þakklæti, að ríkis- stjórnin hefur tekið fjárveitingu í þessu skyni í fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár, og vona ég, að sú tillaga fái góðar við- tökur hjá Alþingi, svo að hægt verði að halda hið fyrsta þess- ara námskeiða næsta sumar. En Island er klassískt land um fleira en tungu sína og bók- menntir. Fróðir menn segja, að óvíða eða máske hvergi á jörðinni sé auðveldara og lærdómsríkara að athuga ýmis fyr- irbrigði landfræði- og jarðfræðilegs eðlis en hér á landi, og það er nú orðið áhugamál ýmissa hinna fremstu háskóla- kennara á Norðurlöndum í þessum fræðum að efna til náms- ferða stúdenta hingað til lands. Meira að segja hefur komið til orða að gera þeim að skyldu að dveljast nokkum tíma hér á landi við athuganir, áður en þeir taka fullnaðarpróf. Ef úr þessu verður, sem mér þykir líklegt að verði, væri mikils-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.