Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 81
79
unnar og á degi sigursins. Þennan son hennar, vísindamanninn
Didrik Arup Seip, telur Heimspekisdeild Háskóla Islands sér
sæmd að mega telja meðal heiðursdoktora sinna.
Sir William A. Craigie er löngu víðkunnur maður fyrir marg-
háttuð vísindaafrek á sviði enskrar tungu, fornrar og nýrrar,
slíkt hið sama skozku og gaelisku. Hann hefur samið fjölda
tímaritsgreina um þessi efni, ritað bækur um málfræði þess-
ara tungna og síðast en ekki sízt unnið að mikils háttar orða-
bókarstörfum, og er þar fyrst að nefna, að hann var einn af
aðalritstjórum hinnar miklu ensku Oxford-orðabókar, en auk
þess hefur hann fengizt við samningu orðabóka um gamla
skozku og ameríska ensku. Fyrir þetta hefur hann, sem mak-
legt má þykja, hlotið miklar sæmdir, þar á meðal doktors-
nafnbót eigi aðeins frá merkustu háskólum Englands, heldur
og háskólum í Ameríku og Asíu. En því telur Háskóli íslands
sér bæði rétt og skylt að veita honum sæmdir, að Sir William
hefur unnið merkileg störf í íslenzkum fræðum. Skal hér
aðeins stiklað á hinu stærsta. Hann hefur ritað bækur um
norræn áhrif á enska tungu og bókmenntir. Ritgerðir eru frá
hans hendi um fra á fslandi til forna og írsk orð og manna-
nöfn í fornsögum vorum. Með kennslubók í forníslenzku hef-
ur hann stuðlað að íslenzkunámi enskumælandi þjóða, en í
ritum sínum ícelandic Sagas og Religion of Ancient Scandinavia
veitt haldgóða þekkingu á þessum tveimur mikilvægu sviðum
norrænna fræða. Á íslenzkum þjóðsögum hefur hann mikla
þekkingu og hefur þýtt fjölda þeirra á ensku. Sérstakan áhuga
og skilning hefur Sir William sýnt á íslenzkum kveðskap og
íslenzkri bragsnilld fyrr og síðar; einhver hin fyrsta ritgerð
hans úr norrænum fræðum varðar forna bragfræði, og koma
þar fram athuganir, sem varla hafa verið metnar að fullu enn
í dag. í Oxford Book of Scandinavian Verse sá Sir William um
íslenzka kaflann og lét fylgja fróðlegan inngangsþátt, en yfir-
lit um íslenzkan kveðskap og braglist er bókin The Art of
Poetry in Iceland. Þá hefur og Sir William fengið miklar
mætur á rímum; árið 1908 gaf hann út Skotlands rímur síra