Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 83

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 83
81 1936—37, og heilbrigðisfræði kenndi hann fram á fyrra miss- eri 1937—38. Guðmundur Hannesson var því kennari læknaefna í 30 ár og þar af í 26 ár við háskólann. Rektor var hann tvívegis, 1915—16 og 1924—25. Hann var mjög áhugasamur og lifandi kennari, með opin augu fyrir því, er mætti verða nemandanum til hagnýts gagns í starfinu, og lagði þessvegna ríka áherzlu á verklega kennslu, eftir því sem við varð komið. En þegar hann hóf kennslu, var öll aðstaða til verklegrar kennslu erfið, sökum skorts á kennslutækjum. Það varð því eitt af fyrstu verkum hans við háskólann að koma upp líffæra- og mynda- safni til notkunar við kennsluna, og varð honum svo vel ágengt í þvi, að þegar á þriðja starfsári skólans voru munir í safninu orðnir 85, auk f jölda mynda. Það er þó eigi fjöldinn, sem manni verður starsýnt á, heldur það snilldar handbragð, sem er á öllu, og mætti margt líffærasafnið líta öfundaraugum suma þá muni, er Guðmundur hefur sett upp. Honum var í blóð borin mikil handlægni ásamt vandvirkni, og bera mörg verk hans önnur en líffærasafnið þess óræk vitni, svo sem læknis- störf hans, húsa- og skipulagsuppdrættir og borðstofuhúsgögn hans, er hann skar út. Frá því Guðmundur Hannesson lauk embættisprófi og þar til hann varð prófessor var aðalstarf hans lækningar, og fór mikið orð af handlæknisaðgerðum hans, en fljótlega eftir að hann kom að háskólanum hætti hann algerlega að fást við lækningar. Hann var ekki fyrr orðinn héraðslæknir en hann hófst handa um að ráða bót á sjúkrahúsleysinu í landinu. Á Sauðárkróki gekkst hann fyrir stofnun vísis að sjúkraskýli, og á Akureyri var árið 1899 fyrir hans atbeina reistur nýr spítali með 20 sjúkrarúmum. Teikningar að honum og læknisbústað gerði hann sjálfur og hafði umsjón með smíði þeirra. Sumarið 1919 sigldi hann ásamt Guðjóni Samúelssyni húsameistara til Norð- urlandanna, til þess að kynna sér fyrirkomulag sjúkrahúsa þar, og þegar Landspítalinn var reistur, var Guðmundur Hannesson formaður byggingarnefndarinnar. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.