Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 94

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 94
92 lifað sín blómaskeið, glæsta tíma, að vísu hvor á sinn hátt. Báðar urðu þjóðirnar að þrauka tímabil niðurlægingar og þrenginga, en báðum hefur þeim hlotnazt sú hamingja að lifa sína viðreisn. BáðcU' hafa þær verið stjórnskipulega ósjálf- stæðar, en tekizt að afla sér sjálfstæðis, og báðar háðu þær þá baráttu á sama grundvelli. Fredrik Paasche hefur sagt um baráttu Norðmanna fyrir jafnræði við Svía, að innst inni hafi það verið jafnræði við sjálfa sig, sem menn vildu: Þjóðin vildi jafnræði við land konungasagnanna. Þannig hefur oss einnig farið. 1 sjálfstæðisbaráttu vorri, í öllu viðreisnarstarfi voru vildum vér innst inni jafnræði við sjálfa oss: jafnræði við land ættasagnanna. Forfeðrum vorum auðnaðist að skapa sígildar bókmenntir, en meðal þeirra skipa ættasögurnar og konungasögurnar önd- vegissess. Þessar bókmenntir eru nú sjö til átta alda gamlar, og enn halda þær gildi sínu. Ekki aðeins listrænu eða vísinda- legu gildi, eins og mörg önnur andleg afrek fyrri alda verða að láta sér nægja. Þær hafa sitt lífræna gildi, hafa haft það öld- um saman, halda því enn og munu halda því enn um langan aldur. Þess vegna hafa þær einatt verið taldar eitt hinna þriggja skæru ljósa í andlegu lífi mannkynsins. Þeim hefur verið skip- að við hlið biblíunnar og hinna klassisku bókmennta Grikkja og Rómverja. Af nægtabrunni þeirra hefur þjóð vor, ættlið eftir ættlið, teygað andlega næringu. Þær hafa haldið við þjóð- erni voru. Land ættasagnanna hefur verið vort fyrirheitna land, fagurt og dýrðlegt land, sem vér höfum litið til, er að oss þrengdi, og þangað höfum vér sótt styrk, kjark og von. Ætta- sögurnar sýndu oss, hvernig Island var endur fyrir löngu. Vér höfum hugsað sem svo, að það, sem það eitt sinn var, gæti það aftur orðið. Það varð aflgjafi í viðreisnarstarfi voru, vilji okkar og takmark, jafnræðið við sjálfa oss, við land ætta- sagnanna. Norska þjóðin vildi einnig jafnræði við sjálfa sig, land kon- ungasagnanna. Örlög vor hafa því orðið svipuð. Vér höfum því sótt styrk vom til sömu orkulindar. Þetta ætti að tengja okkur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.