Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Side 95

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Side 95
93 enn traustari böndum og auka gagnkvæman skilning. Og þess vegna ættum vér saman að hylla mennina, sem sköpuðu þau andans verk, sem veittu oss kraft. 1 hópi þeirra ber Snorra Sturluson einna hæst. — Það hefur komið í ljós, að verk hans hafa búið yfir slíkum lífskrafti, að nú, 705 árum eftir dauða hans, kemur til föðurlands hans fjölmennur flokkur fulltrúa frá öðru landi til þess að heiðra minningu hans í nafni allrar þjóðar sinnar í þakklætisskyni fyrir styrk þann, sem hún hef- ur sótt til verka hans. Það eru ekki margir sagnaritarar, sem hafa hlotið slíkan virðingarvott og unnið til hans. Snorri var höfðingi, stórmenni, sem á sínum tíma hafði mikil pólitísk völd í landi sínu. Hann var einnig auðugur maður, einn hinn auð- ugasti, sem á Islandi hefur lifað. Völd hans og auðævi eru fyr- ir löngu liðin undir lok. Þeirra finnast engin merki lengur. En Snorri var einnig andans stórmenni, og andleg afrek hans lifa og munu lifa. Þegar vér hyllum minningu hans, þá viðurkenn- um vér, að það er máttur andans, sem sterkastur er, og það eru afrek andans, sem lengst standa. Háskóli fslands hefir sett sér það mark að vera aðalhæli rannsóknanna á fornbókmenntum vorum. Einnig oss er skylt að minnast Snorra Sturlusonar. Vér minnumst hans sem eins mesta mikilmennis þjóðar vorrar, og vér minnumst hans með þakklæti, því að einnig vér stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Við þetta tækifæri er oss auðvitað sérstaklega skylt að minnast hans. Meðal starfsmanna háskóla vors er maður, sem ég þori að segja, að sé öllum núlifandi mönnum fróðari um líf Snorra og starf. Þessi maður er Sigurður Nordal pró- fessor, og áður en vér skiljum, mun hann minnast Snorra í ræðu. Frá því er hinir norsku útflytjendur skildust við föðurland sitt og tóku sér bólfestu á fslandi, hafa meir en 30 ættliðir afkomenda þeirra búið í þessu landi. Þetta er langur tími, og margt getur fallið í gleymsku á skemmri tíma. En það er oft sagt um oss íslendinga, að vér séum minnugir á söguna, og enn erum vér vel minnugir þess, að vér erum af Norðmönn- um komnir. Vér finnum skyldleika vorn við norsku þjóðina. Sambandi tveggja persóna er oft lýst þannig í fornsögunum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.