Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Blaðsíða 95
93
enn traustari böndum og auka gagnkvæman skilning. Og þess
vegna ættum vér saman að hylla mennina, sem sköpuðu þau
andans verk, sem veittu oss kraft. 1 hópi þeirra ber Snorra
Sturluson einna hæst. — Það hefur komið í ljós, að verk hans
hafa búið yfir slíkum lífskrafti, að nú, 705 árum eftir dauða
hans, kemur til föðurlands hans fjölmennur flokkur fulltrúa
frá öðru landi til þess að heiðra minningu hans í nafni allrar
þjóðar sinnar í þakklætisskyni fyrir styrk þann, sem hún hef-
ur sótt til verka hans. Það eru ekki margir sagnaritarar, sem
hafa hlotið slíkan virðingarvott og unnið til hans. Snorri var
höfðingi, stórmenni, sem á sínum tíma hafði mikil pólitísk völd
í landi sínu. Hann var einnig auðugur maður, einn hinn auð-
ugasti, sem á Islandi hefur lifað. Völd hans og auðævi eru fyr-
ir löngu liðin undir lok. Þeirra finnast engin merki lengur. En
Snorri var einnig andans stórmenni, og andleg afrek hans lifa
og munu lifa. Þegar vér hyllum minningu hans, þá viðurkenn-
um vér, að það er máttur andans, sem sterkastur er, og það
eru afrek andans, sem lengst standa.
Háskóli fslands hefir sett sér það mark að vera aðalhæli
rannsóknanna á fornbókmenntum vorum. Einnig oss er skylt
að minnast Snorra Sturlusonar. Vér minnumst hans sem eins
mesta mikilmennis þjóðar vorrar, og vér minnumst hans með
þakklæti, því að einnig vér stöndum í mikilli þakkarskuld við
hann. Við þetta tækifæri er oss auðvitað sérstaklega skylt
að minnast hans. Meðal starfsmanna háskóla vors er maður,
sem ég þori að segja, að sé öllum núlifandi mönnum fróðari
um líf Snorra og starf. Þessi maður er Sigurður Nordal pró-
fessor, og áður en vér skiljum, mun hann minnast Snorra í ræðu.
Frá því er hinir norsku útflytjendur skildust við föðurland
sitt og tóku sér bólfestu á fslandi, hafa meir en 30 ættliðir
afkomenda þeirra búið í þessu landi. Þetta er langur tími, og
margt getur fallið í gleymsku á skemmri tíma. En það er oft
sagt um oss íslendinga, að vér séum minnugir á söguna, og
enn erum vér vel minnugir þess, að vér erum af Norðmönn-
um komnir. Vér finnum skyldleika vorn við norsku þjóðina.
Sambandi tveggja persóna er oft lýst þannig í fornsögunum,