Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Side 126
124
fáir mættu, að ekki þótti taka því að setja fund. Samþykkti síðan
ráðið að fresta frekari aðgerðum í málinu, þar til í haust.
Var boðað til almenns stúdentafundar 15. okt., en enn mættu
svo fáir, að ekki varð um löglegan fund að ræða, Stúdentaráðin tvö,
sem sátu á undan þessu, höfðu bæði gert ítrekaðar tilraunir til að
fá löglegan fund um lagamálið. Var því sýnt, að grípa þurfti til
sérstakra ráðstafana, og var á þessum almenna stúdentafundi sam-
þykkt breytingartillaga við það ákvæði gömlu laganna, sem segir,
hvemig breyta skuli lögunum, þannig að stúdentaráð skyldi setja
kjörfund, sem standa skyldi í 3 daga, þar sem mönnum gæfist kost-
ur að greiða skriflega atkvæði. Jafnframt var skorað á stúdenta-
ráð að framkvæma þetta, ef breytingartillagan hlyti samþykki
tveggja næstu stúdentafunda, án tillits til þess, hversu fjölmennir
þeir væru.
Lýsissöfnunin.
Samkvæmt tilmælum World’s Students Relief ákvað stúdentaráð
22. jan. að hefja söfnun til að senda pólskum stúdentum lýsi. Söfn-
uðust 12 tunnur hjá útgerðarfyrirtækjum með góðum stuðningi
Landssambands ísl. botnvörpuskipaeigenda, og þær tunnur, að pen-
ingaverðmæti 10 þús. kr., voru sendar með góðri aðstoð Lýsissam-
lags íslenzkra botvörpunga og pólska ræðismannsins 12. apríl til
pólskra stúdenta við háskólann í Warsjá. Útflutningstollur var eft-
irgefinn og Eimskipafélagið tók að sér flutninginn með 5% afslætti.
Ráðinu hafa nú borizt hjartnæm þakkarbréf bæði frá World’s Stu-
dents Relief og pólskum stúdentum.
Skíðaskálinn.
Hinn 6. marz samþykkti stúdentaráð að beita sér fyrir byggingu
skíðaskála og var formanni falið að leita tilboða í smíði skálans
innanlands og utan, og sækja um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi,
ef hagkvæmara þætti að byggja skálann erlendis. Útboðslýsing var
gerð, en allmikill dráttur var á því að tilboð væru gerð í hann.
Frá Svíþjóð var hægt að fá tilbúið hús fyrir rúmar 10 þúsund
sænskar krónur fob., en hins vegar var alls ekki hægt að fá gjald-
eyrisleyfi. Kostnaðaráætlun var gerð með tilliti til þess, að efnið
væri keypt hér innanlands, og var efniskostnaður áætlaður 16—17
þús. kr., en þar eru ekki talin t. d. hreinlætistæki og eldhúsinnrétt-
ing. Sótt hefur verið um fjárfestingarleyfi og er það nú fengið.
Fé ætti nægilegt að vera fyrir hendi, þar sem handbærar eru í
Framkvæmdasjóði um 23 þús. kr., og háskólaráð hefur veitt ágóð-
ann af öllum kvikmyndasýningum í Tjarnarbíó 1. des. næstu 5 árin