Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 126

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 126
124 fáir mættu, að ekki þótti taka því að setja fund. Samþykkti síðan ráðið að fresta frekari aðgerðum í málinu, þar til í haust. Var boðað til almenns stúdentafundar 15. okt., en enn mættu svo fáir, að ekki varð um löglegan fund að ræða, Stúdentaráðin tvö, sem sátu á undan þessu, höfðu bæði gert ítrekaðar tilraunir til að fá löglegan fund um lagamálið. Var því sýnt, að grípa þurfti til sérstakra ráðstafana, og var á þessum almenna stúdentafundi sam- þykkt breytingartillaga við það ákvæði gömlu laganna, sem segir, hvemig breyta skuli lögunum, þannig að stúdentaráð skyldi setja kjörfund, sem standa skyldi í 3 daga, þar sem mönnum gæfist kost- ur að greiða skriflega atkvæði. Jafnframt var skorað á stúdenta- ráð að framkvæma þetta, ef breytingartillagan hlyti samþykki tveggja næstu stúdentafunda, án tillits til þess, hversu fjölmennir þeir væru. Lýsissöfnunin. Samkvæmt tilmælum World’s Students Relief ákvað stúdentaráð 22. jan. að hefja söfnun til að senda pólskum stúdentum lýsi. Söfn- uðust 12 tunnur hjá útgerðarfyrirtækjum með góðum stuðningi Landssambands ísl. botnvörpuskipaeigenda, og þær tunnur, að pen- ingaverðmæti 10 þús. kr., voru sendar með góðri aðstoð Lýsissam- lags íslenzkra botvörpunga og pólska ræðismannsins 12. apríl til pólskra stúdenta við háskólann í Warsjá. Útflutningstollur var eft- irgefinn og Eimskipafélagið tók að sér flutninginn með 5% afslætti. Ráðinu hafa nú borizt hjartnæm þakkarbréf bæði frá World’s Stu- dents Relief og pólskum stúdentum. Skíðaskálinn. Hinn 6. marz samþykkti stúdentaráð að beita sér fyrir byggingu skíðaskála og var formanni falið að leita tilboða í smíði skálans innanlands og utan, og sækja um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, ef hagkvæmara þætti að byggja skálann erlendis. Útboðslýsing var gerð, en allmikill dráttur var á því að tilboð væru gerð í hann. Frá Svíþjóð var hægt að fá tilbúið hús fyrir rúmar 10 þúsund sænskar krónur fob., en hins vegar var alls ekki hægt að fá gjald- eyrisleyfi. Kostnaðaráætlun var gerð með tilliti til þess, að efnið væri keypt hér innanlands, og var efniskostnaður áætlaður 16—17 þús. kr., en þar eru ekki talin t. d. hreinlætistæki og eldhúsinnrétt- ing. Sótt hefur verið um fjárfestingarleyfi og er það nú fengið. Fé ætti nægilegt að vera fyrir hendi, þar sem handbærar eru í Framkvæmdasjóði um 23 þús. kr., og háskólaráð hefur veitt ágóð- ann af öllum kvikmyndasýningum í Tjarnarbíó 1. des. næstu 5 árin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.