Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 13
11
sett um þetta í reglugerð. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að
þjóðfélagið, er ver milljónum króna árlega til háskólans og
þeirra rannsóknarstofnana, er á einn eða annan hátt eru tengd-
ar honum, krefjist þess, að til uppeldis og kennslu stúdenta
sé vandað eins og bezt má. Stúdentum á að vera ljúft, að
nokkurt aðhald sé með námi þeirra, og að vita, að ef einhver
brestur verður á, verður þeim gert aðvart í tæka tíð. Þótt
nám í flestum greinum hafi verið þyngt á undanförnum árum,
má þó telja, að nokkur léttir sé í því, að prófun í sumum
greinum hefur verið skipt í tvo eða fleiri hluta. Ég tel, að
bezt mundi vera fyrir stúdenta, að þeir tækju próf á hverju
ári í ýmsum greinum, er þeir losnuðu við til lokaprófs. Á þenna
hátt mundi skapast aukið öryggi fyrir stúdenta og þeir losna
við þungar áhyggjur á undan lokaprófi, er reynt hafa stundum
um of á marga. En hvernig sem þessu verður háttað á ókomn-
um árum, verður hver stúdent að gera sér í upphafi ljóst, að
allt háskólanám er erfitt og því samfara mikil andleg áreynsla,
er krefst ástundunar og reglusemi, ef menn vilja ná settu marki.
öll próf eru í rauninni samkeppnispróf, því að sá, sem hæsta
einkunn hlýtur, fær að jafnaði betri starfsskilyrði og stöðu í
þjóðfélaginu að námi loknu en sá, sem lélegt próf tekur, þótt
góð próf séu vitanlega ekki einhlít og margt annað komi til
greina.
Hver stúdent, sem kann að velja í upphafi námsins þá braut,
er hann vill ganga, og lærir að hafa stjórn á sjálfum sér,
fýsnum sínum og löngunum, og gætir hófs í hvívetna og kepp-
ir að því að temja sér framkomu, er bæði sé prúðmannleg og
drengileg, getur notið háskólaáranna í ríkum mæli sem gleði-
legasta tímabils í lífi sínu. Auk þeirrar ánægju og sjálfstrausts,
er vitundin um að auka þekkingu sína og þroska, er hverjum
stúdent veitist, er sækir fram að settu marki, er sjálft háskóla-
lífið ljóma vafið í endurminningu þeirra, er áður hafa gengið
þessar sömu brautir. Hér er margs konar félagsskapur, söng-
félag, íþróttafélag, leikfélag, félög ýmissa deilda, svo sem félag
læknanema, laganema o. s. frv. auk hinna pólitísku félaga, sem
talin eru sjálfsögð við ýmsa háskóla. Hér veitist yður tæki-