Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 7
5
lega sem raun varð á, ef ekki hefði við notið hinna einstöku
mannkosta dr. Alexanders. Góðvild, bjartsýni, dugnaður og
óbilandi áræði hafa einkennt öll hans störf fyrir háskólann.
Og það er ósk mín, að starf háskólans á komandi árum megi
bera svip þeirrar afstöðu til aðkallandi vandamála, sem dr.
Alexander hefir markað á þeim tíma, er hann veitti málum
hans forstöðu. Vil ég með þessum orðum færa honum beztu
þakkir fyrir unnin störf.
Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði háskólans á
liðnu háskólaári. Hinn 13. okt. andaðist biskup Islands, herra
Sigurgeir Sigurðsson. Þótt hann væri ekki beinlínis tengdur há-
skólanum í starf sínu, bar hann mikinn hlýhug til hans, er hann
vottaði við mörg tækifæri. Mun hans og lengi minnzt verða
hér af öllum þeim, sem kynni höfðu af þessum merka kirkju-
höfðingja og mikla drengskaparmanni. Að undangengnu
biskupskjöri var prófessor Ásmundur Guðmundsson skipaður
biskup Islands frá 1. febr. 1954. Degi fyrr, 30. jan., var séra
Guðmundur Sveinsson settur dósent við guðfræðideildina og
annaðist hann kennslu þar vormisserið 1954. Því næst var
dósentsembætti við guðfræðideild auglýst til umsóknar. Voru
umsækjendur tveir, þeir séra Guðmundur Sveinsson, settur
dósent, og cand. theol. Þórir Kr. Þórðarson. Var Þórir Kr.
Þórðarson skipaður í embættið 1. þ. m.
Herra Ásmundur Guðmundsson kom að háskólanum vorið
1928 og hafði því starfað sem kennari við guðfræðideildina
í fjórðung aldar. Ailir, sem þekkja herra Ásmund, vita, að
hann er manna skylduræknastur, góður kennari og mikilvirkur
fræðimaður, og hefir þessara mannkosta ríkulega við notið
í starfi hans hér. Vegna háskólans vil ég við þetta tækifæri
tjá honum þakkir fyrir langt og vel unnið starf. Guðfræðis-
deildin hefir líka á viðeigandi hátt sýnt honum vott þakklætis
síns og virðingar með því að gera hann að heiðursdoktor í
guðfræði. Fór sú athöfn fram 19. júní s. 1. Jafnframt vil ég
árna hinum nýja guðfræðidósent, Þóri Kr. Þórðarsyni, allra
heilla í starfi sínu og býð hann velkominn.
Með lögum nr. 85/1953 var stofnað nýtt prófessorsembætti