Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 9
7
lestra í háskólanum á vegum hagfræðideildarinnar; fjallaði
hinn fyrri um Monetary Stability and the Banking System,
en hinn síðari um Problems of the Returning to Convertibility.
Hinn síðastnefndi var hér jafnframt gestur Landsbanka Islands.
Má kalla mikilsvert, að nafnkenndir vísindamenn og fræði-
menn frá öðrum löndum heimsæki háskólann, flytji fræðileg
erindi, kynnist mönnum hér, sem vinna að samskonar efnum,
og fái um leið, eftir þvi sem tími og aðrar ástæður leyfa,
nokkra hugmynd um land vort og þjóð. Með þessum hætti
höfum vér eignazt marga góða vini erlendis, sem á ýmsan
hátt hafa í verki haldið uppi nafni Islands og greitt fyrir ís-
lenzkum námsmönnum og fræðimönnum héðan, ef svo hefir
að borið. Hinu er ekki að neita, að hér fylgja nokkrir ann-
markar, því að af mörgum ástæðum fara slíkar heimsóknir
einkum fram á sumrin, á þeim tíma, er kennarar skólans verða
oft að vera fjarverandi af ýmsum ástæðum. Á þessum tíma
árs gefst og mörgum, þar á meðal öllum þorra stúdenta, lítið
tækifæri til að hafa not fyrirlestra slíkra manna. En örðugt
mun að koma þessu fyrir á hagfelldari hátt.
Að venju voru nokkur erindi flutt á vegum háskólans fyrir
almenning. Fræðslustarfsemi þessi hefir stundum áður meiri
verið, enda má líta svo á, að hennar sé ekki eins brýn þörf nú
og stundum áður, einkum síðan útvarpið kom til sögunnar.
Þó hafa sunnudagserindi háskólans jafnan verið vinsæl og vel
sótt oftast, og ber vafalaust að halda venju um þetta framvegis.
Þá hefir háskólinn gefið út eða hlutast til um útgáfu nokkurra
rita á liðnu háskólaári. Má þar nefna Árbók háskólans 1952—
53, VI. bindi af Samtíð og sögu, sem er safn háskólafyrirlestra,
og bók eftir próf. Guðmund heitinn Hannesson, Islenzk læknis-
fræðiheiti, er Leiftur h.f. kostaði prentun á, en handritið gáfu
erfingjar próf. Guðmundar háskólanum, sem kostaði undirbún-
ing þess til prentunar, en hann annaðist Sigurjón læknir Jóns-
son. Nú hafa erfingjar próf. Guðmundar gefið háskólanum rétt
til nýrrar útgáfu á öðru riti hans, Islenzk líffæraheiti, er upp-
haflega var prentað sem fylgirit með Árbók háskólans, en er
nú ófáanlegt. Mun það verða prentað á næsta ári með líkum