Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 103
101
Háskóla Islands. Það, sem hann lét frá sér fara, var vel hugsað
og fram sett, en hann var jafnan ófús á að láta ljós sitt skína
opinberlega og olli þar miklu um hlédrægni hans og meðfædd
feimni, en ef með þurfti sagði hann skoðun sína afdráttarlaust,
og gat þá verið fastur fyrir. Þó að hann væri að jafnaði hæg-
látur maður, var hann undir niðri fjörmikill og kátur, hafði
yndi af söng og hljóðfæraslætti, enda sjálfur góður söngmaður.
Á stúdentsárum sínum var hann um hríð sambýlismaður Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds, bekkjarbróður síns, og með hon-
um í Söngfélagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, sem gat
sér góðan orðstír þar í borg rétt eftir aldamótin.
Jón Hj. Sigurðsson var mikill laxveiðimaður. Hann reisti sér
sumarbústað við Sogið, skammt þar frá, er það fellur í Hvítá.
Þar undi hann sér vel í sumarleyfum sínum. Hann var léttur í
spori og taldi ekki eftir sér snúninga, þó að oftast nær færi
hann gangandi um götur bæjarins. Hann var heilsuhraustur
fram á elliár, og við laxveiðar var hann norður í landi, þegar
hann fyrst kenndi sér þess meins, sem dró hann til dauða.
Jón Hj. Sigurðsson kvæntist árið 1910 Ragnheiði Grímsdóttur
Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, og lifir hún mann
sinn.
Um læknisdaga Jóns Hj. Sigurðssonar urðu stórstígar fram-
farir í læknisfræði, og þá ekki síður í lyflæknisfræði en á öðrum
sviðum. Hann bar gæfu til þess að geta fylgzt með því, sem var
að gerast, og geta metið það og miðlað öðrum af þekkingu
sinni og reynslu, svo að íslenzkir læknar yrðu litlir eftirbátar
annarra.
GuSmundur Thoroddsen.
X. SÖFN HÁSKÓLANS
Háskólabókasafn.
Vöxtur safnsins árið 1954—55 varð eigi nema 1983 bindi, og
komst það upp í 74 þúsund bindi. Hið danska læknafélag í Kaup-
mannahöfn hefur að áeggjan A. Norgaards yfirlæknis hafið