Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 21
19
Gjafir.
Fiðlusnillingurinn Isaac Stem frá Bandaríkjunum kom hing-
að til lands og hélt hljómleika í ársbyrjun 1955. Bauðst hann
til þess að leika ókeypis fyrir stúdenta í hátíðasalnum, og var
því boði tekið með þökkum. Fóru þeir hljómleikar fram laugar-
daginn 8. janúar. Daginn eftir ritaði listamaðurinn háskóla-
rektor bréf á þessa leið (í íslenzkri þýðingu):
Herra háskólarektor.
Við Alexander Zakin þökkum yður kærlega fyrir það, að
okkur gafst kostur á að leika fyrir yður og stúdentahópinn og
eiga við yður samræður. Við ferðumst víða um heim, og þykir
okkur hvarvetna miklu skipta að hitta ungmenni hvers lands.
Okkur hafa þótt þau mjög þakklátir áheyrendur, og í okkar
augum hefur unga fólkið miklu hlutverki að gegna í framþróun
tónlistar og allra mennta.
Af þessum sökum er mér það mikil ánægja að bjóða Háskóla
Islands allar tekjur mínar, sem orðið hafa af þessari skemmti-
legu heimsókn til Islands, í því skyni að opna megi tónlistar-
stofu með beztu fáanlegum tækjum til hljómplötuleika, svo og
vísi að tónplötusafni. Er það von mín, að slíku safni megi eigi
aðeins koma gjafir víða að, heldur og að það megi verða vísir
að tónlistardeild innan háskólans.
Okkur hefur þótt fólk hér vera með söngvísustu og áhuga-
sömustu áheyrendum, sem við höfum hitt. Við trúum fastlega
á gildi tónlistar í sköpun betra og fegurra mannlífs. Við viljum
því af heilum hug hjálpa hverjum þeim, sem njóta vill hinna
eilífu sanninda og fegurðar, sem eru ávextir blómaskeiða menn-
ingarinnar.
I þeirri von að eiga enn eftir að sækja Island heim, kveð ég
yður, kæri háskólarektor, alúðarkveðjum.
Hljómplötutæki þau og hljómplötusafn bárust háskólanum
um sumarið. Tækjunum var komið fyrir í hátíðasalnum, og
voru þau sett niður af sérfræðingi, sem kom í því skyni frá
Bandaríkjunum. Verða þau notuð til tónlistarkynningar í há-
tíðasalnum.