Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 73
71
Verkefni voru þessi:
I. 1 fjármunarétti I: Lýsið reglunum um ábyrgð vinnuveit-
anda á skaðaverkum starfsmanna hans.
II. 1 fjármunarétti II: Lýsið reglunum um handveð.
m. 1 stjómskipunar- og stjómarfarsrétti: Gerið grein fyrir
ákvæðum stjómarskrárinnar um bráðabirgðalög.
IV. 1 sifjaerfða- og persónurétti: Berið saman reglumar
um réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng og lögskiln-
aðar og lýsið síðan reglunum um það, hversu skipa eigi
fjármálum hjóna við skilnað að borði og sæng og lög-
skilnað.
V. Raunhæft verkefni:
Um miðjan desember s. 1. var frú Helga Jónsdóttir frá N-kaup-
stað á ferð hér í bænum. Á meðan hún dvaldist hér, bjó hún hjá
Jóni kaupm. Jónssyni, bróður sínum. Ræddu þau margt, eins og
gengur og gerist, m. a. erfiðan fjárhag Helgu, sem var ekkja, svo
og framtíð bama hennar tveggja, Áma, sem var 20 ára, og Guð-
rúnar, 18 ára. Þar kom tali þeirra, að Jón lagði 10.000 kr. inn á
venjulega sparisjóðsbók við Landsbankann, og var bókin á nafni
Áma. Fékk Jón Helgu bókina með þeim ummælum, að hún afhenti
Áma hana að gjöf frá sér, og væri upphæðin til styrktar Áma við
nám hans, en hann var í 6. bekk menntaskóla. Þá varð það og að
samningum, að Guðrún kæmi til Jóns eftir nýárið og yrði til snún-
inga á heimili hans, jafnframt því sem hún stundaði nám.
Högum Jóns var þannig háttað, að hann var skilinn við konu sína
að lögum, og höfðu þau skipt eignum sínum. Synir þeirra vora
Helgi og Einar, fulltíða menn, giftir og áttu sjálfstæð heimili. Jón
var vel efnaður og hafði gamla ráðskonu, en bæði vora þau farin
að eldast og orðin heilsuveil. Helga kvaddi nú Jón með virktum,
þakkaði honum fyrir sig og böm sín og bað hann vel og lengi lifa.
En er þau skildu, afhenti Jón henni demantshring, er móðir hans
hafði átt, og bað hana færa Guðrúnu með ósk um gleðileg jól.
Fór Helga síðan til skips. Jón treysti sér ekki til þess að fylgja
henni, enda var hann lasinn. Um kvöldið og nóttina elnaði Jóni
sóttin, og andaðist hann næsta dag. Frétti Helga, sem þá var enn
á leiðinni, lát hans í útvarpinu. Síðari hluta þessa dags gerðist sjór