Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 11
9
horfur á því, að hann geti í náinni framtíð lagt meira af mörk-
um en hann gerir nú. Hér er því nokkur vandi á höndum og
mikið undir því komið, að úr honum rætist fljótt og giftusam-
lega.
Að frumkvæði rektors dr. Alexanders Jóhannessonar og með
atbeina menntamálaráðuneytisins gekkst háskólinn fyrir sýn-
ingu á bókum, sem út hafa komið og varða íslenzk fræði á
árunum 1911—1954. Sýning þessi, sem bar heitið Islenzk fræði
1911—1954, var helguð 10 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis.
Sýningin fór fram í húsakynnum Þjóðminjasafnsins dagana
16.—27. júní. Hér voru sýndar um 1000 bækur og um 600 sér-
prentanir. Ýmissa orsaka vegna, og fyrst og fremst vegna tak-
markaðs húsrýmis, var ekki unnt annað en velja nokkuð úr
því mikla efni, sem fyrir höndum var. Þessari sýningu var ætlað
að leiða í ljós, hvað á hefði unnizt um rannsóknir og ástundun
íslenzkra fræða á þessu tímabili. Sýningin fékk góða dóma og
þótti hafa tekizt allvel. En sjálfsagt hefði hún komið að betri
og almennari notum, ef unnt hefði verið að halda hana á öðr-
um tíma. Mun flestum ljósara eftir en áður, hvílíkt átak hér
hefir verið gert á þessu tímabili, eigi aðeins af kennurum við
háskólann og nemendum hans, heldur og f jölda mörgum áhuga-
mönnum úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Mun og óhætt að
fullyrða, að áhugi á íslenzkum fræðum og kunnátta um þau
efni hefir sjaldan eða aldrei meiri verið en nú er.
Eins og kunnugt er, hefir háskólinn á síðustu árum fært
kvíamar allmikið út. Af því hefir leitt breytingar og viðauka
við reglugerð hans, sem síðast var endurskoðuð og færð til
einnar heildar árið 1942. 1 ýmsum háskóladeildum hafa komið
fram raddir um æskilegar breytingar á reglugerðinni í sambandi
við próf o. fl. Háskólaráðið ákvað þvi á fundi 18. des. s. 1. að
kjósa nefnd til að athuga tillögur til breytinga á háskólareglu-
gerðinni, sem stungið hefir verið upp á. Jafnframt var nefnd-
inni falið að íhuga, hverjar breytingar á sjálfum háskólalögun-
um væri æskilegar. Nefndin vann allmikið að þessari endur-
skoðun í fyrravetur, en lauk henni ekki. Vegna fjarveru tveggja
nefndarmanna i vetur, þeirra próf. Ármanns Snævars, formanns
2