Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 13
11
ans, með hverjum hætti sem það verður gert. Vænlegast virð-
ist mér, að byggt yrði nýtt hús handa læknadeild, sem bezt
myndi í sveit komið í nágrenni við landspítalann, þar sem séð
yrði betur og á fullkomnari hátt fyrir öllum þörfum hennar
en raun er á í húsnæði því, sem deildin hefir nú til umráða í
háskólabyggingunni En hvemig sem úr þessu verður ráðið,
er hér brýnt verkefni, sem leysa þarf. Næstu árin mun háskól-
inn að vísu hafa nóg fyrir stafni með að koma upp húsi fyrir
náttúrugripasafnið, sem vonandi verður hægt að byrja á á
næsta vori. Meðan á því verki stendur, sem taka mun nokkum
tíma, er tóm til að bollaleggja um það, hversu bætt verði úr
þörfum háskólans sjálfs um aukið húsrými. En ekki er ráð nema
í tíma sé tekið, og því minni ég á þetta hér.
Undanfarin ár hefir smám saman verið bætt við kennaralið
háskólans, nú síðast í lögfræðisdeild, svo sem ég gat um áður.
Um allmörg undanfarin ár hefir verið hin mesta þörf á því að
bæta við kennara í læknadeild. Liggur frumvarp þess efnis nú
fyrir alþingi, og er þess fastlega að vænta, að það nái fram að
ganga. Vel má vera að ýmsum þyki háskólinn kröfuharður um
aukningu á starfsliði sínu. Hitt er þó réttara, að um þetta er
hann enn í ýmsum greinum ver settur en hóf sé að, þótt mjög
hafði úr rætzt hin síðustu ár. Hér er ekki aðeins á það að líta,
að skólinn hefir á síðari árum f jölgað kennsludeildum og náms-
greinum, og jafnframt því hefur nemendafjöldinn vaxið stór-
lega. Heldur ber að gæta þess, að skólinn var í upphafi af nokkr-
um vanefnum stofnaður, að því er fjölda kennara snertir, og
það er í raun og veru ekki fyrri en á síðasta áratug eða svo
sem löggjafar- og fjárveitingavaldið hófst handa um að bæta
úr þessu. En þá var þörfin enn brýnni orðin, ekki sízt vegna
þess, að kröfurnar um nám og kennslu í einstökum fræðigrein-
um voru og eru miklu meiri nú en fyrrum. Jafnvel í yngstu
deildum háskólans, eins og t. d. verkfræðideild, er miklu meira
starfi á kennarana hlaðið en hóf sé á, hvernig og hvenær sem
úr því verður bætt.
Á síðasta háskólaári luku 3 menn doktorsprófi hér við há-
skólann, tveir í heimspekideild, mag. art. Guðni Jónsson, er