Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 134
132
Því má bæta við skýrslu þessa, að S. H. í. hefur skrifað fjárveit-
inganefnd Alþingis, þegar að fenginni skýrslu formanns Lánasjóðs
stúdenta, og farið þess á leit, að hún taki með í tillögur sínar til
fjárlaga 1956 hækkun á framlagi til Lánasjóðs, kr. 300 þús. Hin
fyllstu rök fyrir slíkri hækkun felast í skýrslu þessari.
Félagsheimili stúdenta.
Eins og áður hefur verið frá skýrt, hefur félagsheimili stúdenta
verið ætluð lóð í háskólahverfinu. Stjórn sú, sem kosin var fyrir
félagsheimilið lét vinna að uppdráttum að húsi á lóðinni, og var
gengið frá heildarteikningum á árinu. Var í þeim gert ráð fyrir
mörgum og margvíslegum þörfum stúdentalífsins og miðað á, að
húsið yrði allfullkomið til langrar framtíðar. Við athugun er ljóst,
að það kostar margra ára undirbúning og vinnu að koma upp félags-
heimili eftir gerðri áætlun. Hefur því stjóm félagsins lagt megin-
áherzlu á, á liðnu ári, að framkvæma athugun á tvennu: annars veg-
ar hugsanlegum fjáröflunarleiðum til framkvæmda, — hins vegar
því, hvort ekki yrði unnt að koma sem fyrst upp félagsheimili
fyrir stúdenta, þótt í smærri stíl væri en heildaráætlunin ráðgerir,
og þá hvemig. Hefur stjómin átt marga viðræðufundi við ýmsa
aðila vegna þessara atriða. Stendur athugun hennar enn yfir, en
hefur reynzt mjög umfangsmikil og tafsöm af atriðum, sem ekki er
tímabært enn að skýra frá. Þegar gengið hefur verið endanlega frá
athugunum og tillögum um þessi efni, sem sennilega verður á vetri
komanda, mun stjómin þegar leggja fram tillögur sínar.
Eins og er, em sjóðir þeir, sem til félagsheimilis eru ætlaðir, næsta
rýrir. Hefur stjóm félagsins gert fmmdrög að víðtækum fjáröflunar-
leiðum, sem framkvæmdar yrðu, þegar er niðurstaða er fengin um
ofangreindar athuganir. Má búast við þeirri niðurstöðu nú í vetur
og þá þeim fmmdrögum að rekstraráætlun, sem stjómin hefur
gert. Páll Ásgeir Tryggvason.
Friðrikssjóður.
Á fundi Stúdentaráðs 10. marz kom Jón Böðvarsson á framfæri
tillögu frá Ólafi Hauk Ólafssyni um stofnun sjóðs, er hefði það hlut-
verk að styrkja Friðrik Ólafsson til skákiðkana. Tillagan var sam-
þykkt samhljóða. Varð að ráði að kjósa 10 manna framkvæmda-
nefnd og vom eftirtaldir stúdentar einróma kjömir í nefndina:
Bjöm Ólafsson, stud. polyt., Jón Böðvarsson, stud. mag., Jón Tómas-
son, stud. jur., Lúðvík Gizurarson, stud. jur., Ólafur H. Ólafsson,
stud. med., Sverrir Hermannsson, stud. oecon., Úlfar Kristmundsson,
stud. jur., Þór Vilhjálmsson, stud. jur. og Öm Þór, stud. jur. —