Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 136
134
á það sem þá fýsti. Var loks ákveðið, að aðaltækin yrðu sett upp
í hátíðasalnum og þar haldnar tónlistarkynningar öðru hverju, en
fenginn yrði vandaður plötuspilari í setustofuna á Nýja Garði og
fengju stúdentar, sem áhuga hefðu á, hana til afnota öðru hverju
og gætu þá leikið hljómplötur eftir eigin vali.
Seint í maí voru svo tækin afhent háskólanum að viðstöddum
nefndarmönnum, fulltrúum frá bandaríska sendiráðinu og upplýs-
ingaþjónustunni svo og helztu framámönnum í tónlistarmálum hér
í Reykjavík. Nú í haust hefur svo borizt vandaður plötuspilari að
gjöf frá bandaríska sendiráðinu, og mun honum brátt komið fyrir í
setustofu Nýja Garðs. í ráði er, að Stúdentaráð gangist fyrir stofnun
tónlistarklúbbs, og fái meðlimir hans setustofuna til afnota að
jafnaði einu sinni í viku. Ámi Björnsson.
Önnur mál.
Skemmtanaskattur.
Eftir hátíðahöldin 1. desember komu upp raddir um það í Stú-
dentaráði, að leitað yrði eftir því, hvort S. H. í. fengi undanþágu
frá greiðslu skemmtanaskatts. Vitað var, að Stúdentafélag Reykja-
víkur hafði eigi þurft að greiða skemmtanaskatt imdanfarin ár, en
greitt einhverja vissa upphæð í Sáttmálasjóð vegna hvers dans-
leiks, er félagið hélt. Þótti fulltrúum í S. H. I., að létt yrði að fá
slík fríðindi fyrir Stúdentaráð fyrst Stúdentafélag Reykjavíkur nyti
þeirra. Fyrst var sótt um eftirgjöf á skemmtanaskatti frá 1. des.,
en ekki blés byrlega í því máli. Á fundi í S. H. í. 20. janúar var
málið á dagskrá og var talið að gagngerra aðgerða þyrfti við, en
fáir vildu taka það að sér. Að lokum tók formaður ráðsins það að
sér. Eftir bréfaskriftir til menntamálaráðuneytisins og nokkrar
ferðir þangað, fékkst loks svar seint í vor, er allar samkomur á
vegum ráðsins voru afstaðnar. Fékk S. H. I. hin sömu fríðindi og
Stúdentafélag Reykjavíkur, þ. e. a. s. að engan skemmtanaskatt
skuli greiða af samkomum á ráðsins vegum, enda skuli auglýst, að
þær séu haldnar til ágóða fyrir Sáttmálasjóð. Það skal tekið fram, að
S. H. í. fékk endurgreiddan skemmtanaskatt frá 1. desember, kr.
2800.00, er menntamálaráðuneytið féllst loks á að veita Stúdenta-
ráði hin sömu fríðindi og Stúdentafélagi Reykjavíkur.
Ríkisstyrkur til S. H. 1.
Nýlega skrifaði S. H. í. fjárveitinganefnd Alþingis og fór þess á
leit, að hún beitti sér fyrir hækkun árlegs styrks til S. H. í., sem