Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 139
137
5. gr.
Á hverjum lista skulu vera nöfn 18 fulltrúaefna (9 aðalfulltrúa
og 9 til vara), og er listi því aðeins lögmætur, að á sömu pappírs-
örk séu rituð eiginhandarsamþykki allra frambjóðenda og umboðs-
manns listans, og er hann sjálfkjörinn í kjörstjóm. Enginn má vera
frambjóðandi til kosninga í Stúdentaráð, nema hann eigi kosningar-
rétt til þeirra. Komi fram tveir listar með nafni sama manns, er sá
ógildur, er síðar kemur fram. Þó skal leyfður sólarhrings frestur
til að bæta úr þessum göllum, ef aðstandendur æskja þess. Lista skal
auðkenna með bókstöfum A, B, C o. s. frv., eftir þeirri röð, sem þeir
koma fram í.
6. gr.
Fráfarandi Stúdentaráð skipar í kjörstjóm oddamann, ef þörf
krefur. Kallar það kjörstjóm saman á fyrsta degi eftir að framboðs-
frestur er útmnninn, og skal hún þá þegar taka til starfa.
7. gr.
Kosningarrétt eiga allir þeir stúdentar, sem teljast nemendur skól-
ans skv. 20. gr. laga nr. 21, 1. febr. 1936, að undanteknum þeim út-
lendingum, sem eigi geta hlotið náms- og húsaleigustyrk við há-
skólann. Kjömstjóm gerir kjörskrá samkvæmt þessu.
8. gr.
Kjörskrá skal lögð fram til sýnis eigi síðar en þrem dögum eftir
að framboðsfrestur er liðinn. Kæmr vegna kjörskrár skulu komnar
til kjörstjómar í síðasta lagi kl. 12 á miðnætti daginn áður en kosn-
ing á fram að fara, og úrskurðar hún þær. Verði ágreiningur í kjör-
stjóm um skilning á ákvæðum 7. gr., á Stúdentaráðið úrskurðar-
valdið.
9. gr.
Kosningar skulu fara fram eigi síðar en fjórum vikum frá skóla-
setningardegi, enda hafi kjörstjóm auglýst kjörfundinn með 6 daga
fyrirvara. Auglýsingu skal festa upp á auglýsingatöflu háskólans,
og skal í henni telja þá framboðslista, sem í kjöri verða.
10. gr.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er ekki leyfileg.
11. gr.
Um úrslit kosninga skal fara eftir sömu meginreglum og felast í
115. og 116. gr. 1. nr. 18, 1934.
18