Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 22
20
1 sambandi við þessa gjöf herra Sterns gaf sendiráð Banda-
ríkjanna háskólanum venjulegt hljómplötutæki fyrir skóla, er
stúdentar skyldu hafa afnot af. Var því komið fyrir í setu-
stofu stúdenta í nýja stúdentagarðinum, og munu stúdentar
geta fengið lánaðar þangað plötur úr plötusafni herra Sterns.
Lingvuphone Institute Ltd. í London hefur látið gera nám-
skeið í íslenzku á talplötum. Gaf fyrirtækið Háskóla Islands
eitt eintak af námskeiðinu, um leið og það kom út, og gerði fram-
kvæmdastjóri þess, ungfrú Kay M. Murphy, sér ferð til Reykja-
víkur í júlí 1955 til þess að afhenda það, ásamt Birni Björns-
syni stórkaupmanni, er mjög hafði stuðlað að því, að nám-
skeiðið var samið.
Þýzka sendiráðið í Reykjavík færði háskólanum að gjöf ein-
tak af Linguaphone-námskeiði í þýzku.
Sjóðir.
Verðlaunasjóöur Álfreds Benzons. Á aldarafmæli Alfreds
Benzons, verksmiðjueiganda í Kaupmannahöfn, 17. janúar 1955,
stofnaði Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali sjóð við há-
skólann með þessu heiti. Stofnfé sjóðsins var kr. 113.669,27.
Um tilgang sjóðsins og stjóm hans sjá skipulagsskrá, sem
prentuð er á bls. 125—126.
Hátiðanefnd 1. aprríl 1955, er stóð fyrir hátíðahöldunum í til-
efni aldarafmælis verzlimarfrelsisins, afhenti að morgni 1. apríl
háskólanum að gjöf kr. 100.000,00. Skal stofna sjóð af þessu
fé til styrktar stúdentum í viðskiptafræðum hér við háskólann
samkvæmt skipulagsskrá, er sett verður. Gefendur vom Verzl-
unarráð Islands, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Samband
smásöluverzlana og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Erlendir háskólar og vísindaþing.
Háskólinn í Moskvu átti 200 ára afmæli í maí 1955, og var
Háskóla Islands boðið að senda fulltrúa á afmælishátíðina. Því