Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 9
7
sem var síðastliðinn vetur. Dr. Halldór Halldórsson, sem kenndi
síðastliðinn vetur við háskólann í Lundi, tekur nú aftur til starfa
hér, en mag. art. Baldur Jónsson, sem kenndi hér í hans stað,
hefir fengið lektorsstöðu í íslenzkum fræðum við háskólann í
Gautaborg. Próf. Trausti Ólafsson, efnaverkfræðingur, sem kennt
hefir efnafræði í læknadeild síðan 1921, hefir nú látið af starfi.
1 vor samþykkti Alþingi að gera kennarastarfið í efnafræði að
prófessorsembætti, og hefir það nú veitt verið dr. Steingrími
Baldurssyni, en hann gegndi þessu starfi í sjúkdómsforföllum
próf. Trausta Ólafssonar síðastliðinn vetur. Um leið og prófess-
orsembættið í efnafræði var stofnað, samþykkti Alþingi að stofna
tvö önnur prófessorsembætti, í eðlisfræði og geðsjúkdómafræði.
Prófessorsembættið í geðsjúkdómafræði er enn óveitt, en pró-
fessorsembættið í eðlisfræði hefir verið veitt Magnúsi Magnús-
syni eðlisfræðingi. Býð ég þessa kennara velkomna til starfa,
um leið og ég vegna háskólans þakka próf. Trausta Ólafssyni
langt og farsælt starf í þágu læknadeildar háskólans. Þá hafa
þessir kennarar í læknadeild verið skipaðir dósentar síðastliðið
ár: Jóhann Finnsson tannlæknir, dr. Gísli Fr: Petersen yfirlæknir
í röntgendeild Landspítalans og Pétur H. J. Jakobsson yfirlæknir
á fæðingardeild Landspítalans. Ennfremur Kristinn Ármannsson
rektor, kennari í grísku og latínu í guðfræðideild og Heimir Ás-
kelsson, enskukennari í heimspekideild. Vormisserið 1960 starfaði
í laga- og heimspekideild prófessor Eugene M. Hanson frá Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, sem sendikennari í lögum á vegum Ful-
bright-stofnunarinnar á Islandi. 1 vetur starfaði hér annar sendi-
kennari á vegum Fulbright-stofnunarinnar, próf. David Clark,
kennari í amerískum og enskum bókmenntum í heimspekideild.
Allmiklar breytingar hafa á þessu hausti orðið í liði hinna
erlendu lektora í heimspekideildinni. Lektor Ivar Orgland hefir
nú horfið heim til Noregs eftir langa dvöl hér á landi sem sendi-
kennari í norsku við háskólann. 1 hans stað hefir komið lektor
Odd Didriksen. Lektor í sænsku, Bo Almqvist, hefir einnig
horfið frá störfum hér, en í hans stað hefir komið lektor Jan
Nilsson. Lektor í þýzku, Hermann Höner, hefir og horfið frá
starfi hér, en í hans stað kemur Johann H. J. Runge. Býð ég alla