Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 82
80
spilaði Brynjólfur bridge og var talinn einn af snjöllustu bridge-
mönnum hér í Reykjavík.
Þegar hafin var undirbúningskennsla í verkfræði við Háskóla
íslands haustið 1940, tók Brynjólfur að sér, þrátt fyrir miklar
annir, að kenna verkfræðistúdentum stærðfræði (1940—’44).
Síðar kenndi hann einnig almenna aflfræði við verkfræðideild-
ina (1942—’44). Hann var ágætur kennari, skýr og rökvís í fram-
setningu og vinsamlegur og velviljaður nemendum sínum, enda
mjög vinsæll hjá þeim.
Brynjólfur var prófdómari í stærðfræði við stúdentspróf
menntaskólanna í Reykjavík og á Akureyri frá 1920 til 1959 og
mun oft á þeim árum hafa að meira eða minna leyti samið þau
reikningsdæmi, sem gefin voru við stúdentspróf í stærðfræði.
Eftir að hann lét af kennslu í verkfræðideildinni var hann einnig
um 14 ára skeið prófdómari við stærðfræðipróf í deildinni. Há-
skólinn má því þakka Brynjólfi Stefánssyni mikið og gott sarf.
Því miður hirti Brynjólfur lítið um að halda til haga mörg-
um snjöllum úrlausnum, sem hann gerði í stærðfræði og bar
stundum fram i hópi kunningja sinna. Flest þessi snilliverk hans
munu vera glötuð.
Brynjólfur ritaði nokkrar blaðagreinar um tryggingamál, og
auk þess hafa birtst eftir hann í tímaritum:
1. Vaxtareikningur verðbréfa, Tímarit V. F. í. 1932.
2. Þjóðarbúskapur og tölur, Eimreiðin 1932.
Brynjólfur Stefánsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Kristín Guðnadóttir, trésmiðs í Reykjavík Helgasonar. Hún and-
aðist 3. febrúar 1939. Tveir synir þeirra eru á lífi, Guðni og
Stefán, báðir búsettir hér í Reykjavík. Síðari kona Brynjólfs
var Bjarney Kristín Gísladóttir, hreppstjóra á Álftamýri við Arn-
arfjörð, Ásgeirssonar. Hún andaðist 23. janúar 1959.
Brynjólfur Stefánsson andaðist að heimili sinu í Reykjavík 24.
nóvember 1960.
Finribogi R. Þorvaldsson.