Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 15
13
þarfnast þeirra án tafar. En jafnframt því, sem stofnað er til
slíkrar kennslu, sem tekur 3—4 ár, eru horfur á því, að hið
reglulega verkfræðinám verði aukið frá því sem verið hefir um
1—2 ár.
Það er eðlilegt og sjálfsagt, að allt nám, líka háskólanám,
taki breytingum, er stundir líða. Hér í háskólanum gætir þegar
nokkurra breytinga í einstökum námsgreinum, samkvæmt hinni
nýju reglugerð, t. d. í læknisfræði og guðfræði, og verkfræði-
námið og að líkindum viðskipta- og hagfræðinámið hlýtur að
verða tekið til endurskoðunar nú á næstunni. Hér sem annars
staðar verðum við að hlýða tímans kalli. Samvinna okkar við
háskóla í öðrum löndum hefir það í för með sér, að við kom-
umst ekki hjá að gera það. Ég ætla, að við séum hér á réttri
leið, þótt ef til vill miði okkur seinna en skyldi, en því veldur
margt og ekki sízt fjárskortur. Mér er ánægja að því að geta
sagt það hér, að í þau sex ár, sem ég hefi veitt háskólanum for-
stöðu, hefir samvinnan við stjórnarvöld landsins verið hin bezta.
Helzt myndi á skorta, að fjárveitingavaldið hafi sýnt okkur
nægilegt örlæti, svo hófsamlega sem þess hefir þó jafnan leitað
verið, en þess tími mun einnig koma og væntanlega heldur fyrr
en seinna.
Ég gat þess áðan, að margt væri hér stofnað af vanefnum,
enda gengi skrykkjótt um ýmsar framkvæmdir og af því leiddi
margskonar vandkvæði og ósamþykki. Háskóli vor var af van-
efnum reistur, eins og kunnugt er, og þróun hans hefir verið
hægfara, sjálfsagt um of að sumra dómi. En síðustu tvo áratugi
hefir mörgu drjúgum fram þokað. Námsgreinum hefir fjölgað
og kennslan eflzt. Það er sjálfsagt eðlilegt, að tímaskil verði í
þróun háskólans um það bil sem hann eignast húsnæði, sem
hæfir nokkurn veginn þörfum hans. En þarfirnar fara vaxandi.
Eitt fyrir sig er fjölgun nemendanna. Þegar háskólinn fluttist
í sitt núverandi húsnæði, voru nemendur 200. Nú um skeið hafa
þeir verið um 800, enda er svo komið, að háskólabyggingin rúm-
ar þá með naumindum. Þá voru fastir kennarar, prófessorar, 14
og kennarar alls 39. Nú eru hér 36 prófessorar og kennarar alls