Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 24
22
endur, að sjóðurinn yrði tvöfaldaður um áramótin 1960—61.
Sjóður þessi er fyrst um sinn á vöxtum vestra, en verður undir
stjórn háskólaráðs samkvæmt skipulagsskrá, sem síðar verður
sett um meðferð hans og notkun.
Rektor Þorkell Jóhannesson veitti sjóðnum viðtöku í Winni-
peg og færði gefendum þakkir háskólans.
Hjónin frú Unnur Ásmundsdóttir og Ásgeir Magnússon frá
Ægisíðu afhentu háskólanum 10000 kr. gjöf til eins herbergis
í fyrirhuguðum nýjum stúdentagarði og skal herbergið nefnast
Ægisíða. Skal stúdent úr V.-Húnavatnssýslu hafa forgangsrétt
til að búa í herberginu.
Háskólanum var afhent málverk af prófessor dr. Ólafi Lárus-
syni. Gefendur voru erfingjar hins látna.
Á 75 ára afmæli sínu bauð Landsbanki Islands að greiða i 10
ár prófessorslaun vísindamanns, er flytti erindi um efnahagsmál
við Háskóla Isiands, og yrði fyrirlesarinn að jafnaði gistipró-
fessor við viðskiptadeild.
Sendiherra Canada á Islandi, dr. Robert MaeKay, afhenti há-
skólanum bókagjöf frá ríkisstjórn Canada. Varða bækur þessar
einkum atvinnu- og menningarsögu, svo og stjórnskipan Canada.
Utanríkisráðherra Israels, frú Golda Meir, afhenti háskólan-
um að gjöf ritsafn frá söguslóðum biblíunnar. Gjöfin var afhent
16. júní 1961 og fylgdu henni beztu afmælisóskir gefanda.
Hinn 16. júní 1961 afhenti einnig sendifulltrúi Karl Rowold,
staðgengill þýzka sendiherrans, háskólanum 80 bindi af merkum
þýzkum vísindaritum, einkum í tæknifræðum og læknisfræði.
Fyrr á árinu bárust háskólabókasafni um 50 bindi af þýzkum vís-
indaritum. Gefandinn er „Deutsche Forschungsgemeinschaft‘1.
Hinn 7. júlí afhenti sendiherra Sovjet-Rússlands, herra Álex-
ancter M. Álexandrov, fimm stjörnusjónauka að gjöf frá mennta-
málaráðherra Sovjet-Rússlands, frú E. A. Furtseva. Stjörnusjón-
aukarnir eru af gerðinni AT-1, og eru þeir einkum ætlaðir til að
fylgjast með ferðum geimfara. Einnig voru afhentar bækur um
þetta efni.
Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð um aldarafmæli frjálsrar