Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 84
82
að háskólanum, er prófessor Jón Kristjánsson andaðist í nóvem-
ber 1918. Gegndi hann upp frá því prófessorsembætti óslitið allt
til 1955, er hann hvarf frá starfi vegna ákvæða laga um aldurs-
hámark opinberra starfsmanna. Eftir það kenndi hann þó réttar-
sögu í einn vetur. Telst mér til, að hann hafi starfað allra manna
lengst sem prófessor við háskólann, eða í full 38 ár. Jafnframt
má benda á, að hann er eini prófessorinn í lögfræði, sem horfið
hefur frá embætti aldurs vegna. Vann hann háskólanum allt
það, er hann mátti, og stóð dyggan vörð um sæmd skólans og
rétt í hvívetna.
Prófessor Ólafur Lárusson á fleiri nemendur í hópi íslenzkra
lögfræðinga en nokkur maður annar. Brautskráðir kandídatar í
kennaratíð hans eru nærfellt 360, en alls höfðu 428 kandídatar
í lögfræði lokið embættisprófi hér frá stofnun háskólans, er hann
andaðist. Eftir að próf. Ólafur hvarf frá kennarastarfi sínu, hafa
lokið prófi u. þ. b. 50 kandídatar, en þeir eru þó flestir nemend-
ur hans að nokkru. Má því heita, að hann sé kennari allra starf-
andi lögfræðinga landsins, heillar akademískrar stéttar, og eru
slíks engin dæmi önnur um akademíska stétt, jafnvel ekki hér á
landi, hvað þá í grannlöndunum. Orkar ekki tvímælis, að próf.
Ólafur hefur mótað íslenzka lögfræðinga í ríkara mæli en nokk-
ur maður annar. Hafa íslenzkir lögfræðingar enda iðulega sýnt,
hversu mikils þeir virða hann. Þeir gáfu út afmælisrit, sem helg-
að var honum, á sjötugsafmæli hans 1955, og hann er eini heið-
ursfélagi Lögfræðingafélags Islands.
Innan Háskóla Islands naut próf. Ólafur mikillar virðingar
samkennara sinna. Fólu þeir honum rektorsembætti þrívegis,
1921—22, 1931—32 og 1945—48, og hann var um árabil for-
maður stjórnar happdrættis háskólans. Yfirleitt var hann mjög
sóttur að ráðum í málefnum háskólans, og voru tillögur hans
ávallt mikilsmetnar.
Prófessor Ólafur gegndi oft störfum varadómara og setudóm-
ara í Hæstarétti, og var oftar nefndur til þeirra starfa en nokkur
annar. Var hann og um hríð settur hæstaréttardómari, á árabil-
inu 1923—26 og síðan 1930—32 og 1933—34. Hann átti um
langt árabil sæti í merkjadómi Reykjavíkur. Eru dómstörf merk-