Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 89
87
fjallaði einn löglærðasti maður vor fslendinga að fornu og nýju
um lög þjóðveldisaldar — minnti það ekki á lögsöguna og lög-
sögumanninn, sem að jafnaði var meðal lögfróðustu manna
landsins? Vér höfðum og á vitundinni, að þetta væri síðasta er-
indið, er hann flytti oss — fræðileg kveðjuorð hins aldna vísinda-
manns. Felur ekki val hans á verkefni sínu í sér brýningu til vor
um að taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður — að leiða ís-
lenzka réttarsögu til þess öndvegis, sem henni hefði átt að vera
búið fyrir löngu, með stofnun sérstaks prófessorsembættis í
þeirri grein?
Islenzk lögfræðingastétt þakkar leiðsöguna og blessar minn-
ingu prófessors Ólafs Lárussonar. Háskóli Islands þakkar tryggð-
ina og ómetanleg störf, sem verið hafa skólanum til sæmdar.
fslenzk þjóð á á bak að sjá einum sinna beztu sona.
Ármann Snœvarr.
Trausti Ólafsson.
F. 22. júní 1891. D. 23. janúar 1961.
Við fráfall Trausta Ólafssonar prófessors hvarflar hugurinn
gjarnan til liðins tíma og til þeirra aðstæðna, sem þessi braut-
ryðjandi á sviði efnarannsókna og efnafræðilegra viðfangsefna
átti við að búa í upphafi. Hvernig hann vann fræðigreininni
sess og með starfi sínu skapaði henni þá starfsaðstöðu, sem við
hinir yngri höfum fengið í arf til ávöxtunar.
Trausti Ólafsson var annar í röðinni þeirra fslendinga, er helg-
uðu sig störfum á sviði efnafræði. Hann lauk prófi frá Tekniska
háskólanum í Kaupmannahöfn vorið 1921. Þá þegar, eða 1. júlí
1921, tók hann við starfi forstöðumanns Efnarannsóknastofu
ríkisins.
Starfsemi efnarannsókna á þessum árum var ekki stór í snið-
um að ytra búnaði og starfseminni þröngur stakkur skorinn um
mannskap til að framkvæma athuganir, sem hugur víðsýnna og
sérmenntaðra athafnamanna stóð til að kanna. Verkefnin blöstu