Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 114
112
Standist stúdent eigi próf, er honum heimilt að þreyta þau aftur,
sbr. 47. gr. a.
3. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
7 menntamálaráöuneytinu, 21. janúar 1961.
GYLFI Þ. GÍSLASON.
Birgir Thorlacius.
SKIPUL AGSSKRÁ
fyrir Minningarsjóð um aldarafmæli frjálsrar verzlunar á Islandi.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður um aldarafmæli frjálsrar verzl-
unar á íslandi. Sjóðurinn er gefinn af Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga, Sambandi smásöluverzlana og Verzlunarráði íslands og
afhentur Háskóla íslands til minningar um aldarafmæli frjálsrar
verzlunar hér á landi, en verzlun var eigi frjáls hér, fyrr en lög 15.
apríl 1854 um siglingar og verzlun á íslandi, tóku gildi hinn 1. apríl
1855.
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er kr. 100000.00 — eitt hundrað þúsund krónur —.
Sjóðurinn er eign Háskóla íslands, og skal háskólaráð sjá um geymslu
sjóðsins og ávöxtun.
3. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Vöxtum sjóðsins skal varið
til að styrkja efnilega kandídata í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands
til framhaldsnáms erlendis. Leggja má saman vaxtatekjur nokkurra
ára og veita í einu lagi.
Sjóðnum skal fylgja bók, þar sem skráð séu nöfn styrkþega og
helztu æviatriði, ásamt greinargerð um það, hvernig styrkurinn hafi
verið notaður.
4. gr.
Stjóm sjóðsins er skipuð fimm mönnum, þremur tilnefndum af
gefendum, en tveimur tilnefndum af laga- og viðskiptadeild Háskóla
íslands. Stjórnin skiptir með sér störfum. Hún ákveður, hvenær
auglýsa skuli styrk til umsóknar og ræður því, hver hreppa skuli
styrkinn.