Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 124
122
sjóðs stúdenta við Háskóla íslands og stúdenta erlendis yrðu tekin
til endurskoðunar.
í febrúar 1961 var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Lána-
sjóð íslenzkra námsmanna. Varð það að lögum lítið breytt. Með því
voru sameinaðir Lánasjóður stúdenta og Lánasjóður ísl. stúdenta er-
lendis og sjóðnum sett fimm manna stjórn. Er það hlutverk stjórnar-
innar að annast lántökur og f jármál hans og skipta fénu milli tveggja
lánadeilda, stúdenta við Háskóla íslands og námsmanna erlendis. —
Stjórnar hvorri lánadeild fimm manna nefnd. Þá var einnig ákveðið
að reglur um úthlutun skyldu settar og þær samþykktar af mennta-
málaráðherra.
Þýðingarmesta umbótin var vafalaust sú, að gert var ráð fyrir, að
sjóðnum væri aflað verulega aukins fjár til lánastarfsemi. Var gerð
í þessu tilefni áætlun um starfsemi sjóðsins fram til 1980, og hafði
ríkisstjórnin samið við lánastofnanir um að lána það fé, sem nauðsyn-
legt var umfram það fé, sem veitt er á fjárlögum. Jókst hlutur stúd-
enta við Háskóla íslands með þessu móti úr kr. 1,4 millj. 1960 í kr.
2,2 millj. 1961. Nú nýlega hefur verið skipt því fé, sem er til ráðstöf-
unar 1962 og er þar gert ráð fyrir, að í okkar hlut komi kr. 3,4 millj.
Mun þessi hækkun verða til þess, að stúdentar á 4. misseri fá lán
við næstu úthlutun, og er unnið að því, að hið sama gildi um stúdenta
á 3. misseri. Eins og kunnugt er fá íslenzkir stúdentar erlendis lán
þegar á 1. námsári.
Við tilkomu hins nýja lánasjóðs féll sérsjóður læknanema niður.
Til þess að ganga til móts við sérstaka fjárþörf þeirra var hinsvegar
ákveðið að fjölga úthlutunarflokkunum úr þremur í fjóra og fengu
aðeins læknanemar 1. flokk við síðustu úthlutun.
Endurgreiðslutími allra lána var lengdur úr 10 í 15 ár.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1962 fékkst sú lagfæring, að
framlag ríkissjóðs var hækkað um 13,8% til samræmis við kaupgjald
opinberra starfsmanna. Við undirbúning frumvarpsins hafði fallið nið-
ur 5% hækkun á framlagi ríkissjóðs, sem gert er ráð fyrir í áætlun og
útreikningum fyrir sjóðinn, en er ekki lögbundin. Fékkst það leiðrétt
fyrir milligöngu f jármálaráðherra við afgreiðslu málsins á Alþingi.
Eins og sjá má hefur aðstoð við stúdenta verið aukin verulega og
eiga hlutaðeigandi aðilar, einkum þó fjármálaráðherra og mennta-
málaráðherra, beztu þakkir skildar fyrir þennan skilning á högum
stúdenta og velvild í þeirra garð. Þrátt fyrir þessa myndarlegu aukn-
ingu er þó rétt að benda á, að þörfin fer sífellt vaxandi eins og sést af
því, að lánþegar 1960 voru 130, en við síðustu úthlutun voru 164 stúd-
entum veitt lán.
Lánveitingar úr lánasjóðnum frá hausti 1960 eru þessar: