Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 124

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 124
122 sjóðs stúdenta við Háskóla íslands og stúdenta erlendis yrðu tekin til endurskoðunar. í febrúar 1961 var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Lána- sjóð íslenzkra námsmanna. Varð það að lögum lítið breytt. Með því voru sameinaðir Lánasjóður stúdenta og Lánasjóður ísl. stúdenta er- lendis og sjóðnum sett fimm manna stjórn. Er það hlutverk stjórnar- innar að annast lántökur og f jármál hans og skipta fénu milli tveggja lánadeilda, stúdenta við Háskóla íslands og námsmanna erlendis. — Stjórnar hvorri lánadeild fimm manna nefnd. Þá var einnig ákveðið að reglur um úthlutun skyldu settar og þær samþykktar af mennta- málaráðherra. Þýðingarmesta umbótin var vafalaust sú, að gert var ráð fyrir, að sjóðnum væri aflað verulega aukins fjár til lánastarfsemi. Var gerð í þessu tilefni áætlun um starfsemi sjóðsins fram til 1980, og hafði ríkisstjórnin samið við lánastofnanir um að lána það fé, sem nauðsyn- legt var umfram það fé, sem veitt er á fjárlögum. Jókst hlutur stúd- enta við Háskóla íslands með þessu móti úr kr. 1,4 millj. 1960 í kr. 2,2 millj. 1961. Nú nýlega hefur verið skipt því fé, sem er til ráðstöf- unar 1962 og er þar gert ráð fyrir, að í okkar hlut komi kr. 3,4 millj. Mun þessi hækkun verða til þess, að stúdentar á 4. misseri fá lán við næstu úthlutun, og er unnið að því, að hið sama gildi um stúdenta á 3. misseri. Eins og kunnugt er fá íslenzkir stúdentar erlendis lán þegar á 1. námsári. Við tilkomu hins nýja lánasjóðs féll sérsjóður læknanema niður. Til þess að ganga til móts við sérstaka fjárþörf þeirra var hinsvegar ákveðið að fjölga úthlutunarflokkunum úr þremur í fjóra og fengu aðeins læknanemar 1. flokk við síðustu úthlutun. Endurgreiðslutími allra lána var lengdur úr 10 í 15 ár. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1962 fékkst sú lagfæring, að framlag ríkissjóðs var hækkað um 13,8% til samræmis við kaupgjald opinberra starfsmanna. Við undirbúning frumvarpsins hafði fallið nið- ur 5% hækkun á framlagi ríkissjóðs, sem gert er ráð fyrir í áætlun og útreikningum fyrir sjóðinn, en er ekki lögbundin. Fékkst það leiðrétt fyrir milligöngu f jármálaráðherra við afgreiðslu málsins á Alþingi. Eins og sjá má hefur aðstoð við stúdenta verið aukin verulega og eiga hlutaðeigandi aðilar, einkum þó fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra, beztu þakkir skildar fyrir þennan skilning á högum stúdenta og velvild í þeirra garð. Þrátt fyrir þessa myndarlegu aukn- ingu er þó rétt að benda á, að þörfin fer sífellt vaxandi eins og sést af því, að lánþegar 1960 voru 130, en við síðustu úthlutun voru 164 stúd- entum veitt lán. Lánveitingar úr lánasjóðnum frá hausti 1960 eru þessar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.