Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 16
14
91. Námið er nú miklu fjölbreyttara en áður, svo stúdentar eiga
um meira að velja, einkum á þetta við um ýmiskonar nám undir
kennarapróf, cand. mag. eða B.A., og er sízt vanþörf, því mjög
skortir kennara í skólum landsins, eins og allir vita. En hér
verður ekki staðar numið. Háskólinn hlýtur að þróast áfram að
húsrými, starfsliði, nemendum og námsgreinum. Hér kemur
sjálfsagt margt til greina. Sumt leiðir framtíðin í ljós, en annað
virðist liggja í augum uppi. Höfuðatvinnugreinar okkar eru sem
kunnugt er landbúnaður og fiskveiðar, með öðrum orðum mat-
vælaframleiðsla fyrir innlendan og erlendan markað. Hvarvetna
með öðrum þjóðum njóta höfuðatvinnuvegir stuðnings frá öfl-
ugum rannsóknastofum, sérmenntuðum starfsmönnum og vís-
indamönnum, að nokkru leyti a. m. k. í sambandi við háskólana,
sem annast rekstur rannsókna og kennslu sérfræðinga. Hér á
landi hafa rannsóknir á þessum sviðum fram farið í atvinnu-
deild háskólans sem kölluð er, en þessi stofnun hefir reyndar
aldrei tengd verið háskólanum nema að nafni til. Hér hefir sem
sagt byrjun verið gerð, en mér virðist tími til kominn, að hér
verði fastara á tekið. Við þurfum að koma upp líffræðilegri haf-
rannsóknastofnun og fullkominni rannsókna- og kennslustofnun
fyrir landbúnaðinn, hvorttveggja í nánum tengslum við háskól-
ann, en þar sem atvinnudeildin er, eigum við góðan stofn í hæfu
starfsliði og að einhverju leyti í starfsaðstöðu líka, þótt hvort-
tveggja þurfi að efla og bæta. Þá tel ég líka sjálfsagt að bráðlega
verði upp tekin kennsla í náttúruvísindum, fyrst og fremst til
kennaraprófs í sambandi við náttúrugripasafnið, sem nú hefir
loks fengið allgóð starfsskilyrði í nýju húsnæði.
Ég tel líka sjálfsagt að innan skamms muni skapast góð að-
staða til náms og rannsókna í hinni nýju og ört vaxandi eðlis-
fræðistofnun háskóla vors. 1 ungu og vaxandi þjóðfélagi hlýtur
þörfin fyrir vel hæfa starfsmenn á öllum þessum sviðum að fara
ört vaxandi, og það er mikilsvert að áhugi ungra námsmanna
beinist að slíkum viðfangsefnum í æ ríkara mæli. Á því veltur
reyndar efnaleg framför þjóðarinnar næstu áratugi að hún eigi
jafnan á að skipa nógu starfsliði og vel menntuðu og þjálfuðu