Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 96
94
byrgir blómgresi
barm jarðar
og nýtur náttstaðar
við nyrzta haf.
Ljúf eru lýðum
hin ljósu dægur
í faðmi fjalldala,
við .fjörð bláan.
Glóa þar í grasi
gullnar töflur.
Engum ættlöndum
er unnað heitar.
Treyst hafa tengsl
tveggja þjóða
samið, er sættist
á sigur beggja,
rök, réttsýni
rödd hjartans,
fornir frændgarðar
og fræði Snorra.
Berast bergmál
milli blárra stranda,
fögur fyrirheit,
fleygir draumar.
Eyjan ungborna
í álum vestur
fagnar goðumglæst
gesti tignum.
Heiðríkju himins
nýtur hilmir marka,
frjómagns, fósturs
sinna föðurtúna.
Hlynur hreggbarinn,
sem hæst gnæfir,
lyftir lífsvon
hinna lægri kvista.
Um heim hálfan
er við .hungur barizt,
feigir fjötraðir
í fangabúðum,
ofbeldi alið
af undirlægjum,
en vald vopnað
vítiseldi.
Leysa fannfergi
og frost úr jörð
vindar vorglaðir
svo að viðir grænka.
En lífsteininn ljósa,
sem Jýði frelsar,
leysir há hugsjón
úr heljargreipum.
Veröld vopnbitin
væntir manna,
er stöðva stríðsvagninn,
stilla skapið,
sigra án sektar,
sættast án þrjózku,
miðla mannheimi
meiri vizku
krafti, kærleika —
það er konungsvilji.