Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 83
81
Prófessor Ólafur Lárusson.
Minningarorð.
Prófessor Ólafur Lárusson andaðist hinn 3. febrúar 1961, eftir
skamma sjúkdómslegu. Með honum er genginn einn hinn merk-
asti vísindamaður, er þjóð vor hefur alið, og einn hinn virtasti
landi vor innan lands og utan.
I.
Prófessor Ólafur Lárusson var fæddur í Selárdal í Barða-
strandarsýslu hinn 25. febrúar 1885, og var því nærfellt 76 ára,
er hann féll frá. Foreldrar hans voru prestshjónin þar, frú Ólafía
Ólafsdóttir og sira Lárus Benediktsson. Standa að honum kunnar
ættir á báða vegu.
Ólafur lauk stúdentsprófi 1905. Stundaði hann nám í náttúru-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1905—1908, en
hvarf frá því námi. Var hann alla stund mikill áhugamaður um
þá fræðigrein og mjög vel að sér í ýmsum greinum hennar.
Haustið 1908 settist hann í lagaskólann og var i fyrsta nemenda-
hópnum, sem sótti þann skóla. Fluttist hann með lagaskólanum
í háskólann, er hann var stofnaður, og var hann í hópi fyrstu
kandidatanna, sem brautskráðir voru úr háskólanum vorið 1912.
Urðu þeir fjórir lögfræðikandidatar saman, og var brautskrán-
ing þeirra merkisviðburður í sögu íslenzkrar lögfræðingastéttar.
Gerðist Ólafur nú um skeið málflutningsmaður, en jafnframt
stundaði hann störf hjá borgarstjóranum í Reykjavík, og var um
stund settur borgarstjóri. Vera má, að rekja megi að einhverju
leyti hinn mikla áhuga hans og þekkingu á sögu Reykjavíkur og
nágrennis til þess tíma, en vist er, að hann var einn margfróðasti
maður um sögu Reykjavíkur og raunar landnáms Ingólfs.
II.
Ævistarf sitt vann prófessor Ólafur mestmegnis við háskólann.
Hann tengdist skólanum þegar 1915 og var þá settur prófessor til
1917, í ráðherratíð Einars Arnórssonar. Síðan kom hann að nýju
11