Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 12
10
urs megnugir. Saga háskóla vors næstu áratugina er að einhverju
leyti, kannski að miklu leyti, í okkar höndum. Og það mun koma
í ljós, þótt síðar verði, hversu traust og giftusamleg sú hand-
leiðsla reyndist. Dómarnir um það geta misjafnir orðið, hljóta
jafnvel að verða það, og um það tjáir ekki að fást. Sá, sem veg-
inn vísar, verður að ráða stefnunni. Hjá því verður ekki komizt.
Síðar mun sjást, hvort hann valdi beinustu leiðina, eða þá greið-
færustu. Slíkt verður löngum nokkuð álitamál, að vísu engan
veginn lítils vert, en varðar samt minnu, ef stefnan miðar að
réttu marki og leiðin er fær, þó hún reynist ekki allskostar
greiðfær.
Ýmsum þykir sem fullmikið sé um deilur og orðaskak í landi
voru. I rauninni er slíkt sízt að furða. Miðað við margar aðrar
þjóðir erum við frumbýlingar í nær öllum efnum, höfum takmark-
aða reynslu við að styðjast og höfum orðið að reisa margt af
vanefnum. Þar sem svo stendur á, vill sitthvað fara miður vel úr
hendi og kennir svo hver öðrum um, eins og gengur. Eitt deilu-
efnið og ekki veigaminnst er skólamálin svokölluðu, sjálft skóla-
kerfið, námstilhögun og námsefni, svo ekki sé talað um skóla-
rými og kjör kennaranna, sem er sérstakt f járhagslegt vandamál.
Ég vil engan veginn blanda mér í þær umræður, en vel get ég
látið mér skiljast, að hér sé ýmsu ábótavant, þarfnist jafnvel
gagngerðrar endurskoðunar, róttækra breytinga. öllum má ljóst
vera, að námsefni, námshættir og kennsluaðferðir, sem við áttu
eða talið var vel við hæfi, þegar fyrsti gagnfræðaskólinn var
stofnaður í landi voru og fyrstu barnafræðslulögin sett, eigi ekki
lengur við. Að vísu hefir allt þetta líka sætt ýmiskonar breyt-
ingum og umbótum, sjálfsagt, frá upphafi og fram til þessa dags,
en áreiðanlega þarf hér nær að ganga, og sízt af öllu mega menn
ætla, að nokkur sú skipan, sem hér er gerð, dugi til langframa.
Okkar öld gerir allt aðrar kröfur til sinna barna en tíðkanlegt var
upp úr síðustu aldamótum. Hún gefur þeim líka margvísleg tæki-
færi til að afla sér fróðleiks um fjölda mörg efni, sem fyrrum var
lítill sem enginn kostur, nema á skólabekkjunum. Og hún á efa-
laust eftir að koma okkur á óvart enn mörgum sinnum. Meðan
slíku fer fram, verður sífellt þörf á að ryðja til í skólunum, rýma