Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 12
10 urs megnugir. Saga háskóla vors næstu áratugina er að einhverju leyti, kannski að miklu leyti, í okkar höndum. Og það mun koma í ljós, þótt síðar verði, hversu traust og giftusamleg sú hand- leiðsla reyndist. Dómarnir um það geta misjafnir orðið, hljóta jafnvel að verða það, og um það tjáir ekki að fást. Sá, sem veg- inn vísar, verður að ráða stefnunni. Hjá því verður ekki komizt. Síðar mun sjást, hvort hann valdi beinustu leiðina, eða þá greið- færustu. Slíkt verður löngum nokkuð álitamál, að vísu engan veginn lítils vert, en varðar samt minnu, ef stefnan miðar að réttu marki og leiðin er fær, þó hún reynist ekki allskostar greiðfær. Ýmsum þykir sem fullmikið sé um deilur og orðaskak í landi voru. I rauninni er slíkt sízt að furða. Miðað við margar aðrar þjóðir erum við frumbýlingar í nær öllum efnum, höfum takmark- aða reynslu við að styðjast og höfum orðið að reisa margt af vanefnum. Þar sem svo stendur á, vill sitthvað fara miður vel úr hendi og kennir svo hver öðrum um, eins og gengur. Eitt deilu- efnið og ekki veigaminnst er skólamálin svokölluðu, sjálft skóla- kerfið, námstilhögun og námsefni, svo ekki sé talað um skóla- rými og kjör kennaranna, sem er sérstakt f járhagslegt vandamál. Ég vil engan veginn blanda mér í þær umræður, en vel get ég látið mér skiljast, að hér sé ýmsu ábótavant, þarfnist jafnvel gagngerðrar endurskoðunar, róttækra breytinga. öllum má ljóst vera, að námsefni, námshættir og kennsluaðferðir, sem við áttu eða talið var vel við hæfi, þegar fyrsti gagnfræðaskólinn var stofnaður í landi voru og fyrstu barnafræðslulögin sett, eigi ekki lengur við. Að vísu hefir allt þetta líka sætt ýmiskonar breyt- ingum og umbótum, sjálfsagt, frá upphafi og fram til þessa dags, en áreiðanlega þarf hér nær að ganga, og sízt af öllu mega menn ætla, að nokkur sú skipan, sem hér er gerð, dugi til langframa. Okkar öld gerir allt aðrar kröfur til sinna barna en tíðkanlegt var upp úr síðustu aldamótum. Hún gefur þeim líka margvísleg tæki- færi til að afla sér fróðleiks um fjölda mörg efni, sem fyrrum var lítill sem enginn kostur, nema á skólabekkjunum. Og hún á efa- laust eftir að koma okkur á óvart enn mörgum sinnum. Meðan slíku fer fram, verður sífellt þörf á að ryðja til í skólunum, rýma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.