Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 73
71
skólans í Reykjavík vorið 1943, undirbúningsprófi í grísku við
guðfræðideild Háskóla Islands í janúar 1944, en kennaraprófi
(cand. mag.) í íslenzkum fræðum frá heimspekideild sama skóla
vorið 1949. Fjallaði heimaritgerð hans um Feril Hómersþýðinga
Sveinbjarnar Egilssonar.
Finnbogi kenndi latínu við Menntaskólann í Reykjavík vetur-
inn 1946—47, íslenzku veturinn 1949—50 og sömu grein sam-
fleytt frá haustinu 1958. Hann var skipaður kennari við Mennta-
skólann frá 1. júlí 1959. Árin 1951—56 var hann kennari
(associate professor) í íslenzkri tungu og bókmenntum við
Manitobaháskóla í Winnipeg, en veturinn 1957—58 sendikennari
í íslenzku við Björgvinjarháskóla með kennsluskyldu fyrra
misserið við Oslóarháskóla.
Frá því í janúar 1944 og fram á haust 1945 vann hann ásamt
Vilhjálmi Bjarnar og síðar Gunnari Finnbogasyni að útgáfu
Flateyjarbókar I—IV, Rvík 1944—45. Nutu þeir leiðbeiningar
próf. Sigurðar Nordals, er jafnframt ritaði formála fyrir hverju
bindi.
Finnbogi vann nokkuð 1949—50 á vegum Islendingasagna-
útgáfunnar, átti með Bjarna Vilhjálmssyni þátt í útgáfu Karla-
magnúss sögu I—III, Rvík 1950, og sá um útgáfu ritanna: Þá
riðu hetjur um héruð, Rvk 1949, og Reika svipir fornaldar,
Rvík 1950, en í þeim eru þættir úr fornum sögum með myndum.
Jafnframt kennslustörfum vestan hafs vann hann að ýmsum
félagsmálum íslendinga þar og ritaði öðru hverju í blöð þeirra
og tímarit. Hann bjó til prentunar ritið: Foreldrar mínir, endur-
minningar nokkurra Islendinga vestan hafs, Rvík 1956. Þá var
og kvikmyndin Hundrað ár i Vesturheimi gerð fyrir atbeina
hans, og sýndi hann hana víða á íslandi árið 1956.
Finnbogi kvæntist árið 1955 Kristjönu Helgadóttur lækni.