Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 90
88
við hvarvetna. Þjóðin var að vakna til átaka. Framfaraskeið í
íslenzkri verkmenningu var að hef jast.
Ummæli prófessors Trausta um vinnuaðstæður fyrirrennara
síns Ásgeirs Torfasonar (Skýrsla iðnaðardeildar 1947—1956)
mun og eiga við um starfsaðstöðu hans í upphafi. 1 greininni
segir: „Það er mikill aðstöðumunur hjá manni, sem gera þarf
sjálfur hvert einasta handtak og kryfja til mergjar hin ólíkleg-
ustu viðfangsefni við fremur slæm skilyrði að því er tæki og út-
búnað snertir, og mörgum mönnum, sem vinna saman og geta
skipt með sér verkefnum, svo takmarkað kemur í hvern hlut.“
Með þetta í huga, sem og það, að í hlut brautryðjandans
Trausta Ólafssonar féllu margvísleg önnur embættisstörf og opin-
ber erindrekstur, hljóta afköst hans í fræðigrein sinni að vekja
aðdáun. „Reyndin varð líka sú, að ýmsar tilraunir eða rannsóknir
voru hafðar í gangi, ef svo stóð á, fram eftir kvöldum. Við þetta
gátu afköstin orðið nokkru meiri en annars hefði orðið“. Þannig
hljóðar látlaus frásögn prófessors Trausta í fyrrnefndri ritgerð.
Með stofnun Atvinnudeildar Háskólans, sem var stórhuga fram-
kvæmd á erfiðum tímum, hefur atorkumaðurinn próf. Trausti
Ólafsson séð langþráðan draum rætast og merkum áfanga náð.
Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, sem Efnarannsókna-
stofa ríkisins var meginkjarninn í, var ætlað stórt hlutverk og
starfsaðstaða öll var stórbætt.
Starf Efnarannsóknastofu ríkisins undir forystu prófessors
Trausta hefur örugglega verið driffjöður að baki þessara fram-
fara. Gildi rannsókna á efnafræðilegu og tæknilegu sviði var
þjóðinni ljóst fyrir atbeina brautryðjendanna á þessum sviðum.
Prófessor Trausti Ólafsson tók við forstjórn Atvinnudeildar Há-
skólans þegar í upphafi og hafði þannig einnig áhrif á þróun
annarra deilda stofnunarinnar, Búnaðardeildar og Fiskideildar.
Þessi ráðstöfun sýnir vel það álit, sem hann naut, sem og fjöl-
mörg trúnaðarstörf önnur, sem honum voru falin. Fjölhæfni
hans og atorkusemi voru óumdeilanleg. Með breyttri skipan um
yfirstjórn stofnunarinnar árið 1940 varð prófessor Trausti for-
stöðumaður Iðnaðardeildarinnar og gegndi því starfi þar til 1946,
er hann hvarf að kennslustörfum eingöngu, við Háskóla íslands.