Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 90

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 90
 88 við hvarvetna. Þjóðin var að vakna til átaka. Framfaraskeið í íslenzkri verkmenningu var að hef jast. Ummæli prófessors Trausta um vinnuaðstæður fyrirrennara síns Ásgeirs Torfasonar (Skýrsla iðnaðardeildar 1947—1956) mun og eiga við um starfsaðstöðu hans í upphafi. 1 greininni segir: „Það er mikill aðstöðumunur hjá manni, sem gera þarf sjálfur hvert einasta handtak og kryfja til mergjar hin ólíkleg- ustu viðfangsefni við fremur slæm skilyrði að því er tæki og út- búnað snertir, og mörgum mönnum, sem vinna saman og geta skipt með sér verkefnum, svo takmarkað kemur í hvern hlut.“ Með þetta í huga, sem og það, að í hlut brautryðjandans Trausta Ólafssonar féllu margvísleg önnur embættisstörf og opin- ber erindrekstur, hljóta afköst hans í fræðigrein sinni að vekja aðdáun. „Reyndin varð líka sú, að ýmsar tilraunir eða rannsóknir voru hafðar í gangi, ef svo stóð á, fram eftir kvöldum. Við þetta gátu afköstin orðið nokkru meiri en annars hefði orðið“. Þannig hljóðar látlaus frásögn prófessors Trausta í fyrrnefndri ritgerð. Með stofnun Atvinnudeildar Háskólans, sem var stórhuga fram- kvæmd á erfiðum tímum, hefur atorkumaðurinn próf. Trausti Ólafsson séð langþráðan draum rætast og merkum áfanga náð. Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, sem Efnarannsókna- stofa ríkisins var meginkjarninn í, var ætlað stórt hlutverk og starfsaðstaða öll var stórbætt. Starf Efnarannsóknastofu ríkisins undir forystu prófessors Trausta hefur örugglega verið driffjöður að baki þessara fram- fara. Gildi rannsókna á efnafræðilegu og tæknilegu sviði var þjóðinni ljóst fyrir atbeina brautryðjendanna á þessum sviðum. Prófessor Trausti Ólafsson tók við forstjórn Atvinnudeildar Há- skólans þegar í upphafi og hafði þannig einnig áhrif á þróun annarra deilda stofnunarinnar, Búnaðardeildar og Fiskideildar. Þessi ráðstöfun sýnir vel það álit, sem hann naut, sem og fjöl- mörg trúnaðarstörf önnur, sem honum voru falin. Fjölhæfni hans og atorkusemi voru óumdeilanleg. Með breyttri skipan um yfirstjórn stofnunarinnar árið 1940 varð prófessor Trausti for- stöðumaður Iðnaðardeildarinnar og gegndi því starfi þar til 1946, er hann hvarf að kennslustörfum eingöngu, við Háskóla íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.