Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 92
90
vér minnumst með þakklæti heimsóknar yðar hátignar til ís-
lands á Snorrahátíð 1947, þegar yðar hátign heimsótti einnig
háskóla vorn. Sú heimsókn treysti mjög menningartengsl Nor-
egs og Islands.
Háskóla Islands er sæmd að nærveru forsetahjónanna hér í
dag, og ég býð þau velkomin svo og aðra þá, er þessa samkomu
sækja.
Heimsókn Noregskonungs hingað í dag vekur sérstæð hug-
hrif. Það er sem þytur sögunnar leiki um oss, enda hafa sögu-
leg samskipti íslendinga og Norðmanna frá upphafi vega verið
mjög mikil. Upphaf íslands, landnámið, var fyrst og fremst
norskt framtak, og vissulega eru íslendingar grein af hinum
norska þjóðarmeiði. Jonas Lie hefir ugglaust haft í huga land-
námið, er hann nefnir ísland „det utsvömmede Norge“, og Einar
skáld Benediktsson lýsir vel þessum gagngeru tengslum land-
anna, er hann nefnir Island dóttur Noregs í einu kvæða sinna.
Landnám Islands er að mörgu leyti næsta sérstætt félagslegt
fyrirbrigði, ekki sízt vegna þess að hinir norsku útflytjendur
voru ekki úr fátækustu stéttum þjóðfélagsins, svo sem títt er um
landnema, heldur voru þeir margir hverjir gildir höfðingjar af
gömlum norskum höfðingjaættum. Þessi staðreynd um þjóðstofn-
inn íslenzka hefir mjög sett mark sitt á íslenzka menningu frá
öndverðu.
Oss er vissulega skylt að þakka Noregi fyrir það, að þaðan
kom þorri landnámsmanna, og er rétt að hafa það hugfast, að í
raun réttri var það mikil blóðtaka fyrir Norðmenn á sínum
tíma að missa þúsundir manna úr landi sínu í landnámsferðir í
vesturveg. En vér eigum Norðmönnum margt fleira upp að
inna. Frá Norðmönnum komu oss frumhugmyndir um stofnun
ríkis og um þjóðfélagsskipan vora. För Olfljóts skömmu eftir
920 til þess að kanna norsk lög er ein af fyrstu skipulegu tilraun-
unum, er sagan kann að greina frá, um það að menn hagnýti sér
reynslu annarra þjóða við myndun nýs ríkis. 1 Islendingabók
Ara fróða er skýrlega greint frá því, hvernig þessi könnun á
norskum lögum, einkum Gulaþingslögum og Frostuþingslögum,
fór fram. Með þessum athyglisverða og vandaða hætti var hafizt