Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 94
92
“Stryg ikke sprogets gamle gloser, för du har skabt de nye ord“.
Hér er ekki unnt að gera að umtalsefni, á hvaða forsendum
hin blómlega menning þjóðveldisaldar hvíldi, en það orkar ekki
tvímælis, að meðal aflgjafa þeirra menningarafreka, sem þá voru
unnin, voru ýmiskonar menningarstraumar frá Noregi og yfirleitt
sambandið við Noreg — þrá forfeðra vorra eftir gamla landinu
og umhugsun þeirra um atburði þar, frændur og vini, ferðir þeirra
til Noregs og þaðan til annarra landa. Efniviðurinn í sögunum
er oft tengdur Noregi með nokkrum hætti. Á það vitaskuld fyrst
og fremst viö konungasögur, en í íslendingasögum er einnig oft
fjallað um ferðir til Noregs og menn og málefni í Noregi, og í
þeim sögum er lögð rækt við að skýra tengsl þeirra manna, sem
við sögu koma, við norskar ættir, ekki sízt höfðingja- og kon-
ungaættir.
í einni af Islendingasögunum er frásögn um tvo norska bræð-
ur. Annar þeirra fór til Islands á 10. öld, en hinn hélt kyrru fyrir
heima. Sá bræðranna, sem hér dvaldizt, kom til Noregs, og þá
hallmælti bróðir hans honum fyrir að hafa farið til Islands, ,,til
hinnar verstu þjóðar“. Þá mælti hinn: „Annan veg er, þar eru
heldur margir góðir drengir“.
Þessi frásögn geymir mikil félagsleg sannindi; hér gefur inn-
sýn í, hvernig oft er háttað afstöðu þeirra, er heima sitja, til
hinna, er sýna þá djarffærni að ferðast til annarra landa og jafn-
vel ílengjast þar. Ég minni þó á þessa frásögn einkum vegna
þess að mér virðist sem hún geymi viðvörun og brýningu til
Norðmanna og Islendinga, — ef vér látum undir höfuð leggjast
að ástunda náin gagnkvæm kynni, er á því ærin hætta, að vér
fáum rangar hugmyndir hvorir um aðra og skiljum ekki til hlít-
ar lífsskoðanir og þjóðfélagsháttu hvor annars.
1 margar aldir voru samskipti Norðmanna og íslendinga ærið
takmörkuð, en hér á landi hefir ávallt ríkt mikill áhugi á Noregi
og norskum málefnum, og oss Islendingum er tamt að ræða um
Norðmenn sem frændur vora og vini. Þær vináttu- og frænd-
semiskenndir eru gagnkvæmar, svo sem vér vitum, sem átt höf-
um því láni að fagna að dveljast í Noregi. Hin sögulegu tengsl
milli landanna hafa hvatt skáld vor einnig á síðari öldum til að