Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 94

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 94
92 “Stryg ikke sprogets gamle gloser, för du har skabt de nye ord“. Hér er ekki unnt að gera að umtalsefni, á hvaða forsendum hin blómlega menning þjóðveldisaldar hvíldi, en það orkar ekki tvímælis, að meðal aflgjafa þeirra menningarafreka, sem þá voru unnin, voru ýmiskonar menningarstraumar frá Noregi og yfirleitt sambandið við Noreg — þrá forfeðra vorra eftir gamla landinu og umhugsun þeirra um atburði þar, frændur og vini, ferðir þeirra til Noregs og þaðan til annarra landa. Efniviðurinn í sögunum er oft tengdur Noregi með nokkrum hætti. Á það vitaskuld fyrst og fremst viö konungasögur, en í íslendingasögum er einnig oft fjallað um ferðir til Noregs og menn og málefni í Noregi, og í þeim sögum er lögð rækt við að skýra tengsl þeirra manna, sem við sögu koma, við norskar ættir, ekki sízt höfðingja- og kon- ungaættir. í einni af Islendingasögunum er frásögn um tvo norska bræð- ur. Annar þeirra fór til Islands á 10. öld, en hinn hélt kyrru fyrir heima. Sá bræðranna, sem hér dvaldizt, kom til Noregs, og þá hallmælti bróðir hans honum fyrir að hafa farið til Islands, ,,til hinnar verstu þjóðar“. Þá mælti hinn: „Annan veg er, þar eru heldur margir góðir drengir“. Þessi frásögn geymir mikil félagsleg sannindi; hér gefur inn- sýn í, hvernig oft er háttað afstöðu þeirra, er heima sitja, til hinna, er sýna þá djarffærni að ferðast til annarra landa og jafn- vel ílengjast þar. Ég minni þó á þessa frásögn einkum vegna þess að mér virðist sem hún geymi viðvörun og brýningu til Norðmanna og Islendinga, — ef vér látum undir höfuð leggjast að ástunda náin gagnkvæm kynni, er á því ærin hætta, að vér fáum rangar hugmyndir hvorir um aðra og skiljum ekki til hlít- ar lífsskoðanir og þjóðfélagsháttu hvor annars. 1 margar aldir voru samskipti Norðmanna og íslendinga ærið takmörkuð, en hér á landi hefir ávallt ríkt mikill áhugi á Noregi og norskum málefnum, og oss Islendingum er tamt að ræða um Norðmenn sem frændur vora og vini. Þær vináttu- og frænd- semiskenndir eru gagnkvæmar, svo sem vér vitum, sem átt höf- um því láni að fagna að dveljast í Noregi. Hin sögulegu tengsl milli landanna hafa hvatt skáld vor einnig á síðari öldum til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.