Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 10
6
tónleika- og samkomuhús háskólans megi gegna veglegu hlut-
verki í íslenzku þjóðlífi.
Af hálfu háskólaráðs og hátíðarnefndar var í vor efnt ti;
samkeppni um hátíðaljóð, er flytja skyldi á háskólahátíð. Há-
tíðaljóð Davíðs skálds Stefánssonar, er verðlaun hlutu, verða
flutt hér í dag við tónlist dr. Páls Isólfssonar, er háskólaráð
fól að semja lög við ljóðin, og kann háskólinn höfundum báð-
um miklar þakkir.
Af framkvæmdum, er standa í tengslum við afmælishátíð,
er fyrst að geta rits um sögu háskólans, sem út er komið og
samið hefir Guðni prófessor Jónsson. Er það allmikið rit,
19 arkir. Er það mikilsverð heimild um starfsemi háskólans
og hagi hans. Þá er nýkomið út stutt rit á ensku um Háskóla
íslands eftir prófessor Þóri Þórðarson.
Háskólinn taldi, að afmælisins yrði réttilega minnzt með
útgáfu sýnisbókar íslenzkra handrita. Var prófessor Hreini
Benediktssyni, sem raunar var upphafsmaður þessarar hug-
myndar, falin útgáfa ritsins. Ókleift reyndist að gefa rit þetta
út fyrir háskólahátíð, en ekki mun liða á löngu, unz það birt-
ist. Útgáfa þess er ráðin í samvinnu við handritanefnd. Mun
rit þetta stuðla að aukinni þekkingu á þeim miklu dýrgrip-
um, sem handrit vor eru, og í annan stað mun það koma að
góðum notum við kennslu. Höfimdum þeim og útgefanda, sem
greindir voru, flyt ég beztu þakkir fyrir verk þeirra.
Þá er þess að geta, að út er komin skrá um rit háskóla-
kennara, annarra starfsmanna háskólans og rannsóknarstofn-
ana hans. Tekur hún yfir árabilið 1952—1960 og er hin fjórða
í röðinni af slíkum skrám. Nýja skráin er mun víðtækari en
hinar fyrri, og hefir skráin í þessum nýja búningi ótvírætt
meira gildi en hinar fyrri.
Samkvæmt ósk háskólaráðs munu nokkrir prófessorar há-
skólans flytja á vetri komanda flokk fyrirlestra, sem nefndir
verða afmælisfyrirlestrar háskólans, í háskólanum, og er ætl-
unin að einn fyrirlestur hið fæsta verði fluttur frá hverri deild
eða deildarhluta.
Enn er þess að geta, að í dag koma út frímerki vegna af-