Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 11
7
mælis háskólans. Eru þrjú frímerki í samfellu, eitt með mynd
af aðalháskólabyggingunni, annað með mynd af fyrsta rektor
háskólans, prófessor Birni M. Ólsen, og hið þriðja með mynd
af Benedikt Sveinssyni, sýslumanni og yfirdómara. Metur há-
skólinn mikils þann velvilja af hálfu póst- og símamálastjórn-
arinnar, sem felst í útgáfu frímerkjanna.
m.
Háskóla Islands hafa borizt margar ágætar afmælisgjafir.
Háskólinn metur þær allar mjög mikils og þá vinsemd og við-
urkenningu, sem í þeim felst. Ég mun nú geta nokkurra þeirra
sérstaklega, en þakka jafnframt einlæglega fyrir þær allar.
Fyrst vil ég geta þeirrar gjafar, er á sjálfum sýnist, skikkju
þeirrar, er rektor ber nú fyrsta sinni. Hún er gjöf frá háskól-
unum í Björgvin og Ósló og tækniháskólanum í Þrándheimi.
Vér þökkum þessa ágætu gjöf frá háskólunum í landi for-
feðra vorra, sem vér erum tengdir traustum böndum.
Þá vil ég nefna ágæta bókagjöf frá ríkisstjórn Vestur-Þýzka-
lands, er afhent var á vígsludegi háskólans, 17. júní s. 1. Sú
bókagjöf er mjög verðmæt og mun koma að góðum notum.
Ennfremur tilkynnti sendiherra Vestur-Þýzkalands hér á
landi, dr. Hirschfeld, oss í gær, að vestur-þýzka stjórnin myndi
afhenda háskólanum næstu daga frysti-þurrkunartæki fyrir
blóðvatn til afnota fyrir tilraunastöðina á Keldum, og er sú
gjöf mikilvæg og mikilsmetin.
Landsbanki Islands ákvað í sumar í tilefni afmælis síns og
jafnframt með hliðsjón af afmæli háskólans að standa straum
í næstu 10 ár af dvöl eins mcinns hér á landi, er flytti fyrir-
lestra um efnahagsmál við viðskiptadeild háskólans, og væri
honum greitt sem svarar prófessorslaunum. Gert er ráð fyrir,
að fyrirlesarinn dveljist hér vetrarlangt eða a. m. k. verulegan
hluta vetrar. Þessi gjöf er bæði stórmyndarleg og öll hin
merkasta, og veitti háskólinn henni viðtöku með mikilli þökk.
Þá er að geta gjafar frá norskum Islandsvini, sem ekki vili
láta nafns síns getið. Gjöf hans nemur 2 milljónum íslenzkra
króna, og hefir mér verið falið að skýra frá henni í dag. Stofna