Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 12
8
skal sjóð af fé þessu, og hefir forseti Islands staðfest í dag
skipulagsskrá sjóðsins, er ber heitið Norðmannsgjöf, og ska!
verja tekjum hans til að verðlauna vísindamenn, sem fást við
rannsóknir í hugvísindum, og til að styrkja útgáfu rita um
handritafræði eða útgáfu á íslenzkum handritum. Þetta er
mesta gjöf, sem einstaklingur hefir gefið Háskóla Islands, og
er öruggt, að þessi sjóður verður til mikillar styrktar íslenzk-
um hugvísindum, svo og handritafræðum. Er Háskóli íslands
innilega þakklátur hinum norska Islandsvini fyrir þessa stór-
mannlegu gjöf.
Loks er mér mikil ánægja að skýra frá því, að í dag hefir
sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, herra James Penfield,
afhent mér bréf, þar sem frá því er skýrt, að Bandaríkjastjórn
hafi ákveðið að afhenda Háskóla Islands að gjöf 5 millj. ís-
lenzkar krónur til aðstoðar við að koma á fót raunvísinda-
stofnun á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og stærð-
fræði í samræmi við áætlanir, sem uppi eru um slíkar vísinda-
stofnanir hér við háskólann. Háskóli Islands þakkar einlæg-
lega þessa stórmyndarlegu gjöf, sem er mesta gjöf, er háskól-
anum hefir borizt til þessa. Mun þessi rausnarlega gjöf vissu-
lega horfa mjög til að efla raunvísindi við háskóla vorn.
Sú viðurkenning, sem felst í þessum ágætu gjöfum, mun
verða oss háskólans mönnum mikil hvatning í störfum vorum
í þágu skólans.
IV.
Háskóli Islands er meðal yngstu háskóla á Norðurlöndum
og yfirleitt í Evrópu. Ýmsir þeirra háskóla, sem sýnt hafa oss
þá sæmd að senda hingað fulltrúa, eru aldagamlir, svo sem
háskólarnir í Oxford, Vín, Uppsölum og Kaupmannahöfn.
Háskóli vor er raunar svo ungur, að einhvern kann að
undra, að efnt sé til allvíðtækra hátíðahalda vegna þessa af-
mælis. Hér ber þó margs að gæta. Háskóli Islands á sér lang-
an sögulegan aðdraganda. Þegar vér minnumst stofmmar hans
og afmælis, hljótum vér jafnan að minnast þeirrar miklu og
drengilegu baráttu, sem ágætir íslendingar háðu um langari
aldur fyrir stofnun háskóla á Islandi. Ef Islendingar hefðu