Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 13
9
verið einráðir sinna mála, mun láta nærri, að vér gætum hald-
ið hátíðlegt aldarafmæli íslenzks háskóla um þessar mundir.
Enn ber að hafa í huga, að þjóðfélag vort vaknaði svo síðla
af miðaldadvala vegna óblíðra örlaga, að margar menningar-
stofnanir vorar eiga sér skamma sögu. Fimmtíu ár er mikil!
hluti af sögu íslenzks þjóðfélags sem nútímaþjóðfélags. Við
afmæli háskólans tengist einnig minningin um þær akadem-
ísku stofnanir, sem hófu starfsemi sína fyrir stofnun háskól-
ans, Prestaskólann frá 1847, Læknaskólann frá 1876 og Laga-
skólann frá 1908. 1 dag minnumst vér þessara fyrirrennara
háskólans með virðingu og þökk. Þessir skólar sýndu það með
starfsemi sinni, svo að ekki varð um villzt, að hér á landi var
kostur manna, sem gátu veitt akademíska fræðslu, svo að
vel mátti við hlíta, en með því var eytt þeirri vantrú, sem
ríkti á getu landa vorra í þessum efnum, og með þeim hætti
var stórlega búið í haginn fyrir stofnun háskóla hér á landi.
Að mörgu leyti voru embættismannaskólarnir heppilegur und-
anfari háskóla, og vér megum aldrei missa sjónar á tengsl-
unum milli þeirra skóla og háskólans og þess reynslusjóðs og
þekkingarforða, sem háskólinn tók að arfi frá þeim. Og þegar
lengra er skyggnzt, liggja rætur æðri skóla hér á landi með
nokkrum hætti til skólanna á biskupasetrunum og klaustur-
skólanna. Vér eigum langri skólahefð að fagna hér á landi,
og hefir slíkt komið að miklum notum við starfsemi hinna
akademisku stofnana vorra. Háskóli vor stendur föstum fót-
um í menningarlífi voru, en rót þess og grundvöllur er hin
sérstæða og merka menning vor á miðöldum — hin miklu
afrek á sviði bókmennta og stjórnskipunar, sem þá voru unnin.
Hin forna menning er oss sífelld andleg uppspretta og jafn-
framt brýning til dáða.
Allt fram til 1911 var Kaupmannahafnarháskóli einnig há-
skóli vor. Við engan háskóla utan Islands hafa jafnmargir
landar vorir öðlazt háskólamenntun sína sem við þann háskóla.
Minnumst vér þess háskóla í dag með hlýhug, þökk og virð-
ingu.
2