Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 14
10
V.
Á þessu söguríka ári í starfsemi háskólans, þegar 50 ár eru
liðin frá stofnun hans, leita margar spurningar fast á hugi
þeirra, sem tengdir eru háskólanum og vilja veg hans sem
mestan. Hvert er orðið starf háskólans í þessi 50 ár — hefir
háskólanum auðnazt að verða sú vísindalega rannsóknar- og
fræðslustofnun, sem hinn fyrsti rektor ól vonir um í hinni
kunnu vígsluræðu sinni — hefir háskólinn megnað að verða
gróðrarstöð íslenzks menningarlífs og nokkur veitandi á hinu
mikla vísindasviði alheims?
Það er stórt orð háskóli, og það var furðuleg dirfska hjá
þjóð, sem bjó að flestu leyti við miðaldarlega búskaparhætti.
að láta sér koma til hugar að stofna háskóla. Islendingar voru
85.000 talsins, þegar háskólinn var stofnaður, eða helmingi
færri en nú, atvinnuvegir voru fábrotnir, fé skorti til flestra
hluta, og þjóðin hafði ekki forræði eigin mála, nema að nokkru
leyti. Bjartsýni og djörfung mótuðu vissulega lifsviðhorf þeirra
manna, sem hér voru á oddi, en bjartsýnisleg viðhorf hafa fyrr
og síðar verið bjargvættur Islands og Islendinga. Það voru
menn með óbilandi trú á land vort og gildi vísinda, sem völd-
ust hér til forustu. Oss er um allan aldur hollt að minnast
þessara hugsjónalegu hornsteina háskóla vors.
Ef leita skal svars við þeim spurningum, sem ég varpaði
fram, þá þyrftum vér að framkvæma víðtæka úttekt — fyrst
og fremst á hinni innri starfsemi háskólans, en auk þess á
íslenzku menningarlífi til þess að kanna, hver menningarlegur
aflvaki eða menningarleg stoð háskólinn hafi verið í íslenzku
þjóðlífi. Slík úttekt verður ekki gerð hér, enda er ekki öruggt
að háskólans menn séu þar óvilhallir dómarar. Rétt þykir þó
að nefna hér nokkur atriði úr starfsemi skólans, og þá nán-
ast þau, sem verða með tölum talin, en þau sýna nokkuð vöxt
háskólans á þessu árabili.
Frá upphafi háskólans til skólaloka vorið 1961 fóru fram
4435 skráningar stúdenta í háskólann, þar af 46% sl. 10 ár.
Kandídatar frá háskólanum á þessu 50 ára tímabili eru 1609.